Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 128
124
haldinu.1 Þá er Eiríkur konungur prestahatari hjet á
Jón biskup Ögmundsson til byrjar, sagði hann: „Sýni
liann þat, at hann sé nú eigi seinlátr, sem íslondingar
eru vanir“.2
Það má íinna þess mörg merki, að íslendingar höfðu
sterka tilfinningu fyrir sæmd þjóðar sinnar. Þess er
getið, að íslendingar haíi tekið það í lög á alþingi, að
yrkja skyldi um Harald konung Gormsson „níðvísu fyrir
nef hvert, er á var landinu“, fyrir það, að bryti lton-
ungs tók upp fje allt af íslenzku skipi, er strandaði í
Danmörku.3 Sagan segir, að Haraldur konungur haíi
orðið svo reiður, að hann haíi ætlað að fara herfcrð til
íslands og hefna níðsins. íslendingar hjeldu fast á rjett-
induirL sínum gagnvart öðrum þjóðum. Eitt af því, cr
sýnir þetta greinilega, er það, að Ólafur konungur helgi
ákvað íslondingum til handa hærra rjett í Noregi cn
öðrum útlendingum: „íslendingar eigu at hafa hölds
rétt í Noregi“, en „allir aðrir útlenzkir menn“ skyldu
hafa „bóandarétt".4 Þá má enn nefna eitt, er sýnir, hve
vakandi auga íslendingar í fornöhl höfðu á rjettindum
þjóðarinnar og sjálfsforræði; en það er, hversu þeir svör-
uðu orðsendingu Ólafs helga, er hann beiddist þess, að
Norðlcndingar gæfu honum GrÍLnsey. Menn sáu eigi,
• hvar fiskur lá undir steini i þessari beiöni konungs fyr
en lcitað var atkvæöis Einars Þvoræings. „Því er ek
fáræðinn um þctta mál“, sagði hann, „at enginn maðr
hofir mik atkvaddan; en ef ek skal segja mína ætlan,
þá gangit til ok hyggit at, landsmenn, at ganga undir
skattgjafar Ólafs konungs ok allar álögur, slíkar scm
’) Bisk. sögur I. 222.
2) Bisk. sögur I. 795.
a) Heimskringla, Ólafs 8. Tryggvas., 36. kap.
4) Dipl. isl. I, 65 og NorgeB gamle Love I, 71.