Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 114
110
bæta atvimiuvegina, allt er rannsakað sem nákvæmast;
stöðugar tilraunir eru gerðar tii að afla nýrrar þekk-
ingar, or svo leiða til nýrra umbóta. Bf kynslóð for-
feðra vorra frá fornöld iifði á þessum tímum, þá mundi
umbótatilraunin vera miklu stcrkari og rækilcgri en
hún er. í slíka viðleitni mundi þá ganga ailur sá krapt-
ur, er áður birtist í mannhefndum og vígaferlum, þá
mundu vera „smíðuð plógjárn úr svcrðum11, og margt
mundi þá vera gert landinu til bóta, og búnaðinum til
framfara. Þótt vjer verðum nú varir við ýmsa umbóta-
viðleitni, þá er hún svo kraptlítil og vcik, að ætla mætti,
að þjóðin hafi eigi sloppið óskemmd úr hinni iangvinnu
ánauð og kúgun, er hún var i, að hún haii veiklazt og
ættlerazt, og hafi nú eigi lengur slíkan krapt, sem hún
hafði tii forna. Og vist er þetta xnjög eðlilcgt, og varla
annað líklegra. En þó er eigi víst, að svo sje. Lengi
áttu Norðmenn að búa við mikið ófrelsi, en síðau því
ljetti af, hefur hinn forni kraptur birzt aptur, sterkur
og máttugur til allskonar uinbóta í landinu. Það er eigi
óhugsanda, að enn þá sje hinn forni kraptur til, að mestu
óveiklaður, með þjóð vorri, en að hann sje cnn að miklu
leyti falinn cða bundinn kraptur. Hver veit nema þjóð-
in byrji nýtt líf á líkan hátt sem sagt or um sum afar-
menni í fornöld, þau lágu í eldaskála og höfðust ekki
að, þangað tii þau risu upp allt í einu. Hvcr vcit nema
jslendingurinn rísi upp úr flctinu áður en langt um líð-
ur, og flnni þá, að hann á mikinn krapt? Hvcr vcit
nema hjer „sofl hetja á hverjum bæ“, svo sem skáldið
segir. Það er mikil huggun, að geta gert sjer nokkra
von um að íslendingar eigi falinn krapt í fórum sínum,
og geti því birzt á starfssviðinu með nýjum krapti og
nýjum manndómi, þá er minnst varir. Ef landsfólkið
tæki slíkum stakkaskiptum, mundi landið sjálft einnig