Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 66
02
um11.1 Sömu skoðunar var Ólafur stiptamtm. Stephensen;
segir hann í ritgerð sinni ,„Um not af nautpeningi“
um túngarða og þýðing þeirra: „Til iítils kemur öll
vor hirðusemi um tún, sjeu þau eigi umgirt með grip-
holdurn görðum“.2 Og seinna segir hann: „Á túna-
girðingu, sljettun og hirðingu ríður því mikið, eigi þau
(túnin) kraptafulla og notagóða töðu af sjer að gefa“.8
Auk þess gagns, er girðingar gera með þeirri vörn, cr
þær voita, hafa þær oinnig aðra mikilsverða þýðingu;
þær veita skjöl, sjeu þær upphækkaðar og gerðar af torfi
eða grjóti. Því hafa menn eflaust veitt eptirtekt, að tún
eru vanalega betur sprottin i slcjóli við garða, heldur
en þegar lengra dregur frá þeiih. Frá þessari hlið skoð-
að, eru girðingar einnig nauðsynlegar og gagnlegar, og
er það ekki- lítils vort. Þá má geta þess, að girðingar
spara vinnu,' þegar þær eru fullgerðar. Þetta gildir,
þegar um gripheldar girðingar er að ræða, því þá spar-
ast öll fyrirhöfn og erflði við vörnina, að mestu leyti
eða öllu. Þegar menn hafa girt tún sín gripheldum girð-
ingum, og þannig friðað þau fyrir ágangi, sjá þeir fyrst,
hvíiíka kosti slíkt hefur í för mcð sjcr.
Kostir girðinga eru þá þessir:
1. þær vernda túnin fyrir ágangi af skepnum, en af
því leiðir, að þau gefa af sjer rneiri og betri töðu, sjcu
önnur nauðsynleg skilyrði fyrir hendi, svo sem nægur
og góður áburður, o. s. frv.
2. þær veita skjól, sjeu þær gerðár af torfl (hnaus)
oða grjóti.
3. þœr spara vinnu, því þá fellur vörnin mikið af
sjálfu sjer.
‘) „Um vallarækt“. Eit þess ísl. Lærdómsl. íjol., I. b. bla. 169.
e) Rit þess ÍbI. Lærdómsl. fjel., 6. b., bls. 53.
a) S. st. bls. 63—54.