Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 166
162
Til inelsáningar var ekki varið neinu næstliðið vor,
með því ávextir af tilraunum þeini, sem gerðar hafa
verið á þann hátt, hafa ekki orðið eins miklir og æski-
legt væri, þótt talsverður árangur sjáist af því, eins
og kunnugt er af skoðunargjörð síðastliðið suinar.
Aptur á móti var gerð tilraun með að taka blöðkuna
(melgrasið) upp með rótum og planta því út; plönturn-
ar voru gróðursettar 22. maí, og lifðu þær góðu lífi þar
til vetrarkuldinn kom, hvort sem þær verða systrum
sínum samferða með að vaxa næstkomandi sumar. —
Kæmi það í ljós, að hægt væri að útbreiða blöðkuna á
þennan hátt, væri mikið við það unnið, því þá færi hím
strax að fella fræ, í staðinn fyrir að blaðka, sem sáð
er til, gerir það ekki fyr en að fjórum til íimm árum
liðnum, frá því til hennar er sáð.
Undarlegt þykir mjer það, að nokkur maður skuli
geta fcngið af sjer, að vera að senda mjer háðglósur
eða inóðgandi hnífilyrði fyrir það, sem eg hef starfað
að þessu sandfokshindrunarmáli, þar sem eg hef allt til
þessa að mestu leyti varið mínum tíma og peningum
til þess.
Líklega er þetta samt lieizt sprottið af ]>ví, að Bún-
aðarfjelag Suðuramtsins og sýsiunefnd Bangárvallasýslu
hefur veitt fjelagi því, sem eg er formaður fyrir, tals-
verðan styrk síðastliðið ár,. sem er þó, oins og sjá má
hjer að framan, að mestu ieyti óbrúkaður enn, og því
ekki víst að eg ráði því, hvernig honum vorður varið,
enda væri mjer mjög kært, ef einhver vildi takast á
hendur, að framkvæma meiri vinnu fyrir það, sem ó-
brúkað er af konum, en þegar hefur verið framkvæmt
fyrir það, sem brúkað hefur verið. — Bn málefnið sjálft
er svo mikilvægt og þýðingarmikið, að engum mun tak-
ast að gera mig því fráhverfau, og mitt litla lið og