Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 119
115
manna hefur geysimikil áhrif á meðferð þeirra á land-
inu, en þó cr fleira som ræður í því efni. Landið gct-
ur spillzt og gengið úr sjer í höndum laiulsmanna, þótt
þeir haii allmikinn dugnað og manndóm til að bera, ef
þá skortir ræktarsemi við land sitt og þjóð. Það er
kunnugt, að meðferð einstakra jarða fer eigi að eins
eptir því, hvort ábúendurnir cru duglcgir menn, heldur
einnig, og eigi síður eptir hinu, hverja rækt þeir leggja
við jörðina, og hvert álit þeir hafa á henni, hvcrnig
heimilisbragurinn er, og hvort góður fjelagsskapur er og
oindrægni millum sambýlismannanna, ef fleirbýli er á
jörðunni.
Eg skal nefna tvær jarðir til dæmis: Brekku og
Langholt. Báðar þessar jarðir hafa verið taldar mcð
beztu og mestu jörðum, og að mörgu leyti líkar. Mik-
ili skógur var á báðum jörðunum í byrjun 18. aldar,
þá er jarðabók Arna Magnússonar var gerð. Á þessum
jörðum hefur optast verið fleirbýli, tveir eða þrír bænd-
ur á livorri jörð. Á báðum hafa opt búið duglegir
menn, en þó hefur stundum brugðið út af því. En það
hefur um langan aldur vcrið einkenni á bændunum á
Brekku, að þeir hafa unað þar vel hag sínuni; þeim
hefur þótt þar svo fagurt og „viW:unnanlegt“, og eigi
hafa þeir viljað heyra, að aðrar jarðir væru betri. Þeir
hafa ávallt sjcð þar marga og mikla kosti, og látið sjer
annt um, að ekkert af þeim spilltist eða skemmdist. Og
sambýlismönnunum hefur ávallt. komið vel saman, og
liafa talið sjer skylt, að styðja hver annan, enda hafa
hugir þeirra farið mjög saman í því, að bera umhyggju
fyrir ábúðarjörð sinni og leggja rækt við hana. Öðru vísi
hefur Langhyltingum verið farið. Þeir hafa að vísu
eigi verið eptirbátar bændanna á Brekku að dugnaði,
en þeir hafa aldrei látið sjeð anut um jörðina sína; þeir
s*