Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 144
140
cn ábótinn vill ckki láta
aðalból, nema fylgi Hólar.
En þótt tilfinning fyrir fegurð náttúrunnar hafi á-
valit verið til, og nokkur ræktarsemi við einstakar
jarðir eða einstaka bletti birtist í einstökum hug-
myndum eða ummælum og fáeinum athöfnum, þá verð-
ur þó eigi annað sagt, en tiifinningin fyrir fcgurð lands-
ins hafi lengstum vcrið mjög veik og lítil; að minnsta
kosti verður sjaldan vart við löngun til að vernda fagra
staði, að þeir cigi glati fegurð sinni, svo sem að koma
í veg fyrir, að fagrar grundir og hiíðar blási npp eða
vcrði huidar skriðum og aurum. Og sjaldan vérður vart
við (>að, að menn sakni horfinnar fegurðar; þó komur
]>að einstöku sinnum fyrir, svo sem í þessari fögru vísu,
er sagt er að huldumaður hafi kveðið, eptir að fagur-
vaxinn viðarrunnur hafði vérið eyðilagður:
Faðir minn átti fagurt land
er margur grætur;
því ber eg hryggð í hjarta mjer
um daga’ og nætur1.
En allt þctta er þó eigi nema cinstakir neistar, cr bregð-
ur fyrir innan um allt ræktarleysið og tilfinningarleys-
ið. Og þó cinhver óljós ræktartilfinning við ættstöðvarn-
ar hafi búið undir niðri í hugum og hjörtum fiestra
manna, þá hefur hana þó lengstum vantað allan krapt,,
til að birtast í nokkruin verulegum framkvæmdum. Það
er og varla von, að ræktarsemin við iandið komi í ijós
í miklum ákveðnum framkvæmdum, þar semhún ámest
rót sína í óljósri trú, en eigi í ljósri þekkingu á kost-
um landsins og gæðum. t>ar sem ræktarsemin við land
og þ.jóÖ hvílir á svo óvissum grundvelii, getur iiún eigi
orðið sterk, og þar er henni einnig hætt við að komast
*) Smbr.: Búnaðarrit, 8. árg. 40. bls.