Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 32
28
meðan klakann er að leysa á vorin, eins og áður er
getið.
Á vorin verður að halda íióðveitunni stöðugt áfram
þar til kuldar eru um garð gcngnir. Þegar hlýindi eru
komin, cr vatnið tekið af öðru hvoru og engið látið
þorna að mcstu, og þess lengra, sem fram á vorið kem-
ur, þess skemur er vatnið látið standa yíir í hvcrt skipti.
Þegar aðalvatnsveitingunni er svo lokið, gétur verið
nauðsynlegt, að hleypa vatninu yiir endur og sinnum,
cf .jörðin ætlar að verða of þur, til þess að vökva. -
Skurði og rennur vcrður að hreinsa og laga árlega, svo
vatnið geti runnið hindrunarlaust eptir þeim.
Vatnsveiting á túnuni.
Þess cr áður getið, að jurtirnar þurfa mikið vatn
til að geta þriíizt. Að þessu er þannig varið, sjezt cin-
att ljóslega á túnum vorum í þurkatíð þegar fram á
vorið kcmur, því þá fer að koma kyrkingur i grasið,
og komi þá eigi rigning því bráðara, véslast það smám-
saman upp og hverfur næstum algerlcga, og er þá kail-
að að jörðin brenni. Góð rækt og mikill ál>urður getur
að vísu mjög komið í veg fyrir brunann, því ef nægi-
lega þjettur grasþeli er kominn áður en hitar og þurk-
ar verða mjög miklir. hlííir það jarðveginum, svo hann
þornar mikið síður. En þetta er þó oigi einhlítt til að
afstýra brunanum og geta verið ýmsar orsakir til þess,
svo sem t. d. ef kuldi kemur upp á nýgræðinginn, scm
dregur mjög úr vexti hans, og getur jafnvel eyðilagt
hann að mestu, og er liann þá eigi búinn að ná sjer
aptur þegar hitar og þurkar koma Hið eina óyggjandi
ráð til að afstýra brunanum, er að viðhafa vatnsveit-
ingu þar sem það er hægt. En þar eð jurtunum eru
hjcr aðallega veitt, frjóvefni með áburði, er vatnsveit-