Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 155
151
2—3 þuml. á dýpt og þarf að vora þannig um hann
búið, að auðvelt sje að færa hann upp og niður eptir
þörfum, því aldrci ætti vatn að standa á steininum milli
þess scm haun cr notaður, því það eykur kast á hon-
um. Áríðandi er að hrúka hreint vatn á steininn, 6n
cigi óhreint skolavatn, en vcrst er þó, ef það er fltu-
hlandað.
Nokkurt handlag þarf til að draga Ijái fljótt og vel,
og er það mest innifalið í því, að halda Ijánum stöðugt
og hafa steininn ávalan (kúptan), en ekki sljettan þvert
yflr, því bezt er að steinninn snerti eigi ljáinn á lengri
parti en l/„ þuml. í einu. Ljárinn þarf að leggjast vel
að steininum og taka sem hezt móti honum að hægd er,
og vinnst hann þá miklu fljótara; en þegar ljáhlaðið er
farið að þynnast, verður það svo lint, að það eins og
forðast steininn, ef það liggur á þriggja þumlunga hreið-
um fleti, cða þvcrt yfir steininn, og hættir hann þá að
mestu að vinna það. Þeir, sem eigi hafa veitt þessu
eptirtekt, ættu að reyna það. Þcgar ljár er dreginn á
kastlausan stoin, má sniðið eigi ná nema f/ý þml. upp á hlað-
ið, því annars verður það svo þunnt við eggina, að ekki
verður brýnt og ljárinn missir hitið.
Það er mjög áríðandi, að steinninn sje kastlaus, því
annars er eigi auðið að draga vei á, auk þess sem miklu
lengri timi gengur til þess, og hæði ljárinn og steinn-
inn eyðist miklu meira. Það ætti því að renna kastið
af, að minnsta kosti einu sinni á ári, ef steinninn er hrúk-
aður mikið, og er hentugast að gcra það þannig: Fyrst
cr rennd skora í steininn með stáloddi, svo sem þjalar-
tanga'; rennistálinu er haldið föstu áforsetanum, og eru
^skorurnar smádýpkaðar þar til þær snerta steininn allt
kring; mishæðirnar er hezt að höggva af með skar-
öxi og hafa um l/2 þurnl. milli höggfaranna, en skor-