Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 11
7
staðar er hægt með lítilli fyrirhöfn að láta vatnið bera
méð sjer aur og sanrl til mjög mikilla bóta, og er þá
rjéttast að gjöra það áður en skurðir eru grafnir, og
regluleg vatnsveiting er byrjuð, því ella er hætt við að
slcurðir og rennur fyllist. Ef alls eigi er hægt að kéma
þessu við, verður að flytja aur og sand í mýrina, og
má það eigi vera minna en þumlungsþykkt lag yíir jarð-
veginum, ef það á að koma að nokkru liði. Ef jarð-
vegurinn er mjög gljúpur hverfur það fljótlega ofan í
mosann, og er þá vísast að flytja þurfl að efni að nýju.
Þetta kostar að vísu mikla. vinnu, en ef árlega væri
tckinn fyrir að cins nokkur hluti mýrarinnar, ætti það
þó að vera vinnandi vegur, ef eigi þarf langt að flytja.
Vinna sú, som til þess er varið, mundi fljótlega borga
sig með meira og betra grasi, því óblönduð tortjörð ber
naumast gott gras, og jafnvel eigi þó að göðu vatni
sje veitt yflr hana; þótt vatnið jafnan beri nokkuð
með sjer af föstum efnum, þá er það vanalega svo lítið,
að þess gætir eigi fyr en eptir mjög langan tíma.
Pað er mjög algengt að mýrar eru nabbaþýfðar-
Þúfur þessar eru optast nær myndaðar af mosa og sinu,
mjög lausar í sjcr og ojitast graslausar; þær taka því
stundum upp helming til þriðjung af landinu, auk þess
sem þær tefja rnjög alla heyvinnu*, og eru einatt mjög
til hindrunar við vatnsveitingar. Þessa óþarfagesti ætti
því að nema burtu, og væri auðveldast og fljótlegast
að gera það með þar til gerðu verkfæri, er nefnist þúfna-
skeri.1 Fiögin eptir þær gróa upp á fáunv árum. Þúfna-
') Hestum er beitt tyrir verkfæri [ictta, oe mætti búa það til
þnnnig: Fyrst or sett, Bnman þrístrend trjegrind, og eru tvær álm-
ur kennar ca. 30 þml. að lengd kvor, en kin þriðja 1 alin; ofan á þessa
grind er greypt gild spíta 1 ’/„ al. að lengd, og mætti nefna kana
ás; aptari endi kans er festur við miðju kinnar styztn álmu og