Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 104
100
til áð afla nauðsynja sinna. „Það er ekki gaman að
lifa í þessari tið; og ekki veit eg, hvernig eg á að fara
að hanga við búhokur framvegis, ef þcssu heldur lengi
áfram. Eg missti nú beztu kúna úr fjósinu í vetur, og
svo fannst mjer eg ekki fara varhluta af bráðanum.
Og svo þóknaðist þeím að leggja á mig tveggja vætta
útsvar í haust, aðcins fáéinum fiskum minna en hann
Jón á Hóli. Það eru þó oitthvað öðruvísi ástæðurnar
hans, að mjer sýnist". Slíkar tölur munu sjaldan hafa
heyrzt í þá daga. Þetta er þó eigi af því, að eigi gæti
þá orðið hart í búi stundum, en hitt er það, að bændur
vildu eigi láta á slíku bera; þeir Ijetu það cigi ásann-
ast fyr en í síðustu lög, að þá skorti nokkurn hlut.
Þeir þóttust cigi geta haldið sæmd sinni ef slíkt yrði
hljóðbært. Slíkur orðrómur þótti eigi bera vott um þann
skörungsskap, er allir viidu kjósa sjer til handa. Ef
einhverjum var borið það á brýn, að búsvelta væri hjá
honum, eða að hann þyrfti að þiggja af öðrum, þá þótti
það hin mesta svívirðing. Þess vegna voru það hin
smánarlegustu brigzlyrði, er Hermundur Illugason mælti
við Egil á Borg; hann brá honum því á alþingi, að
hann og heimamenn hans yrðu að lifa við sult og seyru1.
Það þótti eigi lítið níð, er þeir Hrafngilingar ortu um
Kálf Guttormsson á Grund:
Hefur um hrepp inn efra,
hann er gerr at þrotsmanni,
þar er kotmanna kynni,
Kálfur matgjafir hálfar2.
Þessi hugsunarháttur ber greinilcga vott um mann-
dóm og sjálfstæðisanda fornmanna. En það er sama,
hvar leitað er, allar sagnir um líf og hugsunarhátt, forn-
*) Bandamanna saga, Kmh. 1850, 37. Mb.
3) Bps. I, 504, Sturl. II, 17.