Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 22
18
þess jafnari verður þrýstingur þeirra, og þegar hallinn
cr mitt á milli lágrjett og lóðrjett, .): 45°, verka bæði
þessi ört jafnt. Ef hallinn er meiri en 45° heíir það
aflið yfirhönd, sem þrýstir niður og það því meira, sem
liallinn eykst fram yrtr þetta. Af þessu loiðir að hliðar
garðanna mega eigi vera brattari en svo, að halli þcirra
sje 1 : l eða 45°. Ef gott efrii er í garðinum er þessi
halli liæíilogur, ef eigi or neitt sjerstakt, sem vcrður að
taka tillit til. En ef hleðsluefnið er slæmt, svo sem
laus og glipjuleg mosajörð eða sandjörð, cða ef búast
má við miklum flóðum, öldugangi eða ísrcki, þurfa hlið-
ar garðanna að vera enn flatari, ef duga skal. Ætíð þarf
áð gefa stíflugörðunum tíma til að síga og gróa áður
en stíflað er að þeim, og ætti því aldrei að brúka þá
fyrsta árið, eptir að þeir eru hlaðnir, of hægt cr að
komast hjá því. Þar sem öldugangur er mikill, or görð-
unum jafnan hætta búin, því þótt öldurnar verði eigi
svo stórar, að þær orki miklu í einu, þá vinna þær þó
mikið með tímanum, einkum ef efnið í görðunum er laust
í sjer. Ef öldurnar ná að jcta sig inn úr grasrótinni,
er áríðandi að draga eigi of lengi að gera við þá. Opt
getur dugað að fylla holurnar og jtekja svo liliðar garðs-
ins með þykku og rótgóðu torfi; dugi það eigi, verður
að hlaða grjóti upp með hliðum garðsins.
Uppistöður ættu helzt ekki að vera djúpar, þar scm
við það verður ráðið, því þá kemst birtan síður að,
vatnið er lengur að hlýna og komur síður í snertingu við
loptið, og vatnsþrýstingurinn verður of mikill; það er því að
óttast, að rot komi í rótina. Hæfllegt mun vera, að uppi-
stöður sjeu 8/4- U/a fot á dýpt. Þegar vatn stendur
yfir að vetrinum, mun þó eigi saka þó það sje nokkuð
dýpra. Enn fremur er það hentugra fyrir garðhleðsl-
una, að uppistöðurnar sjeu ekki djúpar, því lágum görð-