Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 82
78
að vora með vatnshcldu þaki; cn þá má risið vera
minna. Annars þurfa þau að vera rismikil (há) og
sterkviða, til þess þau þoli torfið, og leki síður. Bn
eins og áður er er sagt, þá er leki i fjárhúsum mjög
skaðlegur; háir hann fjenu, og eykur því óþrif. En
óþrif eru ekki einungis skaðleg, að því er rýrnun ull-
arinnar snertir, heldur hafa þau fóðureydslu í för með
sjer, og skepnunni líður sífellt illa; hana klæjar og hún
verður óróleg og þrífst ekki.
Kostir garðahúsa eru þessir:
1. Þuð er miklu hægra og érfiðisminna, að hirða í
þeim en „jötuhúsunum“.
2. Það þarf ekki að láta fjeð út meðan gefið er, t. d.
þegar vont er veður.
3. Þau spara vinnukrapt.
4. Þau eru vanalega loptgóð; miklu loptbetri en
jötuhúsin.
5. Þau spara hey, því minna fer þá til ónýtis í
veður og vind.
6. Það jezt betur í þeim, og fjeð verður bragðlegra
en í jötuhúsum, sjé hirðingin hin sama, úrgangur
inn (moðið) verður minna o. s. frv.
Hjer er vitaskuld gengið út frá því, að hlaða sje
við húsið eða húsin, svo eigi þuríi að bera heyið í meis-
um langt að. Hve mikinn vinnusparnað þetta fyrir-
komulag hefur í för með sjcr, er ekki gott að ákveða;
en eitt er víst, að hann er mikill, mjög mikill. E>ví
meir, sem húsin eru færð saman, hvort heldur þau eru
gerð samstæð, — að þau standi hvert við hliðina á öðru,
eða fieirstæð, þá verður vinnusparnaðurinn því meiri,
og fjárhirðingin auðveldari. Ættu bændur því, að fækka
smákofunum, er standa á víð og dreif um túnin, og«
eigi eru til annars, en auka eríiði og óþrif, og færa þá