Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 173
169
og af grjóti gerður einnig að utanvcrðu, svo langt upp,
að nægi til að standa á móti hallanuni.
Stærð hússins að innan hef eg optast haft um 3
—3*/2 al. á lengd, og 21/,,—3 al. á breidd innantil,
nokkuð mjórra fremsi. Þegar nú engir kampar eru
hlaðnir að dyrunum, heldur er fjöl öðru-eða báðumegin
hurðarinnar, verður húsið að utanverðu nær því kringl-
ótt. Repting hússins getur verið á ýmsan hátt, að eins
sje þess gætt, að það verði ekki oflágt, og hægt sje að
hvolfa úr íláti í kornkassann. Gæta skal þcss og, að
nokkurt bil sje frá kvarnarstokknum að hliðvegg húss-
ins, yfir rennustokkinn, svo að vogstöngin og samband
hennar við rennustokkinn, — er síðar verður minnst —
hafi nóg rúm.
Þegar leiðslu vatnsins að mylnunni er varið líkt
og hjer er til bent, verður líklcga tilfellið, að straum-
leið vatnsins beygist að læknum, þegar nálgast rennu-
stokkinn. Optar mun þurfa að hlaða um vatnið ofan-
jarðar næst stokkendanum, til að fá legu hans sem
hæsta.
Þegar um leiðslu vatnsins er að ræða, — sjeu
þá engin tök á að viðhafa hallamæli — má bjargast við
það, að stífla lækinn þar sem upp skyldi taka, þar til
orðinn er straumlaus pollur, 2—3 faðma langur, eptir
læknum,og setja svo 2 stangir, sína við hvorn enda polls-
ins, og svo á þær báðar glöggtmerki, nákvæmlega jafn-
hátt frá vatnsborði, svo sem 1'/»—2 ál. hátt, og standi
þær í þeirri stefnu, sem leiðslan er hugsuð; másvosetja
aðrar stangir á ýmsa staði leiðarinnar, til að miða á
eptir merkjunum. Þannig má mæla útleiðsluna.
Þegar nú svo um tilbúning sjálfrar mylnunnar er
að ræða, tek eg fyrst fyrir möndulinn (kasttrjeð). Með
því cg optast hef haft smákvarnir við að eiga, hef eg