Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 162
158
ar væri ættartöluskrár yíir sauðfje, ytir tieiri eða færri
ár, eptir ástæðum. En þær rnunu óvíða vera til.
6. Vjer leyfum oss að lcggja til, að afbragðsreið-
hestar komi á einn tiltekinn sýningarstað, sem sýslu-
nefndin ákvcður ; þeir sjeu vel vakrir, tljótir og viljugir,
og að öllum skapnaði þreklegir og liraustir að líta.
Þeir skulu þar reyndir af tilkvöddum mönnum, sem
þykja hafa bezt vit á að meta kosti reiðhesta, og ef
einhver hestur reynist framúrskarandi, og hefur að öðru
lejrti fallegt útlit, sýnist oss vel við eiga, að veita eig-
anda hans verðuga viðurkenningu, enda þótt um íioiri
en einn væri að ræða. Þó viljum vjer ekki leggja til,
að veitt sjeu meira en 1—2 verðiaun fyrir slíka hesta
á næstu sýningu.
7. Enn fremur viljum vjer leggja til, að sýslunefnd-
in útnefni 2 menn í hreppi hverjum, til að gefa vott-
orð hverjum þeim manni, sem fer með gripi sína til
sýningar, um, að hann fari vol og skynsamlega með all-
an búpening sinn, og haíi þess utan leitazt við, að bæta
kynferði fjenaðar síns. Engum, sem ekki sýnir þetta
vottorð með gripum sínum, má vcrðlaun voita fyrir ein-
staka gripi, þótt þeir líti óaðfinnanlega út sem verð-
launagripir.
8. Fyrir aðra gripi en þá, er getið er hjer að fram-
an, sjáum vjer ckki fært að leggja til, að verðlaun veit-
ist við næstu gripasýuingar, með því að líklogt er, að
lítið verðlaunafje verði fyrir hendi. Að síðustu viljum
vjer láta það álit vort í ljós, að fjenaðarsýningar ætti
að viðhafa með ekki meira millibili cn 3—4 ára; því
komi það í ljós, að þær örvi bændur til framfara i bú-
ræktinni, mættu þær ekki vera mjög strjálar.