Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 48
44
að, og nefnist úr því óskilafje - svo og ]>að fje, som
eigi verður komið til eigenda vegna vegalongdar eða
annara orsaka, — taka svo hreppstjórarnir til sinnar ráð-
stöfunar. Það mun eiga að vera algild regla, að fje
þetta sje selt á opinberu uppboði, optir sömu lögum og
reglum, sem önnur opinber uppboð. En hvernig hefur
])Ossu verið fylgt af sumum hreppstjórum? Iivort mun
það vera rjett, að selja þctta fje án auglýsinga við kirkju-
fund, að' jeg ekki tali um, þegar kindur eru boðnar
upp og seldar ósjeðar, eptir tilsögn og lýsingu búenda
cða annara heimilismanna, þar sem slikar kindur hafa
vcrið saman við heimilisfje? Og livort munu iýsingar
á ])eim kindum hafa ætíð vcrið svo rjcttar, sem unnt
var, og söluverðið sanngjarnt, svo oignarrjetturinn nyti
þeirrar verndunar, sem bezt mátti verða?
Meðferð einstöku hreppstjóra á andvirði óskilafjár-
ins mun og þurfa athugunar við. Þess munu dæmi, að
hreppstjórar hafa tokið 8 af 100 í sölulaun af andvirði
hverrar kindar, og þar að auki einn sjötta hluta af
uppboðsandvirðinu, og það cins síðan lög 13. jan. 1882
gengu í gildi. — Það er kunnugt, að minnsta kosti öllum
hreppstjórum, að á tímabilinu frá 1830—1882 var þeim
heimilt að lögum, að taka ’/« af andvirði þess óskilafjár,
sem fjell til fátækra (o: i sveitarsjóð), í sölulaun, í stað-
inn fyrir hin vanalegu og lögákveðnu sölulaun, 4 af 100.
En þessi heimild var úr gildi numin með lögum 13.jan.
1882. Um spurningu út af þessari breytni eins hrepp-
stjóra, er nú nýlega komið landshöfðingjabrjcf, (sjá Stjórn-
artíðindi 1895, B. 3.). Mcð brjefi þessu er tvennt unnið,
fyrst það, að hreppstjórar geta ekki notað misskilning
á lögunum sjer til afsökunar, og annað, að brjefið er
góð hugvekja fyrir hreppsncfndir og sýslunefndir um að
grennslast eptir reikningsferslu hreppstjóranna í þossu