Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 189
18B
Grund í Eyjafirði og Guðmundur Jónsson á Miðengi í
Árnesþingi fengu heiðursgjafir úr styrktarsjóði Kristjáns
konungs IX. — 140 kr. hvor, fyrir framúrskarandi dugnað
og framkvæmdir í jarðabótum.
Yérðlaun. Formennirnir Guðmundur Steinsson i
Einarshöfn og Magnús Magnússon á Kolviðarhóli fengu
verðlaun fyrir mannbjörg í sjávarháska. — Sigurður
Guðmundsson bóndi í Vetleifsholtshelli fjekk 100 kr.
verðlaun hjá Búnaðarfjelagi suðuramtsins fyrir rit um
húsabætur.
Nytsemdarfyrirtæki. íshús voru víða reist, eink-
um á Austfjöröum; höfðu þau reynzt vel, er stofnuð
voru árið áður í Reykjavík og eystra. Einkum kom
ísvarin síld sjér vel til beitu, og voru henni mikið þökk-
uð aflabrögðin á Austfjörðum. — Þilskipaábyrgðarfjclag
var stofnað við Faxaflóa, og skip þeirra manna er í það
gengu, vátryggð fyrir s/4 verðs. — Iðnaðarvjelar kom-
ust á fót nokkrar þetta ár. Tóvinnuvjelar, bæði kemb-
ingarvjel og spunavjel, voru sottar á stofn við Varmá í
Mosfellssveit; gerði það Björn snikkari Þorláksson frá
Munaðarnesi í Mýrasýslu, er kynuzt hafði ullariðnaði
erlendis veturinn áður. Hann flutti og út hingað hey-
vinnuvjelar, til sláttar og raksturs, og voru þær keypt-
ar til handa búnaðarskólanum á Hvanneyri, og gáfust
þar vel. — Strokkvjel kom og ein hingað til lands, að
Sauðafelli, er og þykir búbætir mikill.
Mannvirki. Hengibrú mikil og vönduð, úr járni,
var lögð á Þjórsá hjá Þjótanda; þykir hún jafnvcl öllu
traustari en sú, er sett var á Ölfusá fyrir nokknun ár-
um, en hingað til hefur sú brú verið metin hið dýrasta
og vandaðasta mannvirki þessa lands. Mikilsháttar trje-