Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 98
94
felli í Öræfum og Möörudal á Ifjalli. Smalarnir frá
báðum þessum bæjum hittust þá daglega. ISiú hylur
Vatnajökull þetta svæði, þar sem smalarnir Ijeku sam-
an forðum daga, og hjeldu fjcnu á beit. Byðisandar
voi'u þá varla til. Skeiðarársandur var þá blómleg
byggð, og Skeiðará liðaðist um graslendið. lygn og tær.
Nágrannakonur tvær, cr þá bjuggu sín á hvorum bakka
árinnar, áttu vefjarskeið sanmn, og rjettu hana livor
annari yfir ána. Áin var ckki rneiri en svo í þá daga,
og nafn sitt fjekk hún af vefjarskeiðinni.
Þá var Stigahlíð fyrir vestan öll vaxin skógi og
grasi. Þeir Hrafna-Flóki og Þórólfur smjör komu þar,
þá er þeir voru að kanna land þar vestra. Þeir gengu
um hlíðina og sáu þar engan stein fremur en annar-
staðar; allt var gróið grasi og skógi. Flóki stakk spjót-
inu sínu niður á ýmsum stöðum, og varð alstaðar var
við grjót undir. „Fagurt land ug feitt“, sagði Þórólfur.
„Magurt land ug beinabertu, sagði Flóki, „ug mun brátt
npplcoma það sem undir er“. Hann lastaði landið, sem
kunuugt er. En spádómur hans hcfur þótt rætast, því
að nú má víða sjá grjót og gróðurlausar auðnir þar scm
áður var gróðri vaflð. Og Stigahlíð er nú ckki annað
en afarmikið þverhnýpt standberg, gróðurlaust með öllu.
Slíkar hugmyndir mynduðust um fornöldina. Þótt
flestum hafl verið Ijóst, að þetta var hugmyndasiníð, þá
var samt nálega öllum tarnt að ímynda sjer allt betra,
fegurra og sælla í fornöld en á þeirra dögum. Nú á
tímum lifa menn minna í heiini æflntýranna og undr-
anna en menn gerðu áður, og nú má kalla, að hin fyrri
trú á sælu og fegurð fornaldarinnar sje með öllu horfln.
Nú láta menn eigi slíka trú villa sjónir fyrir sjer leng-
ur. Þess vegna er það ætlun margra manna nú á tím-
nm, að allar hinar miklu og mörgu raunatölur og harma-