Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 145
141
á ýmislega glapstigu, svo sem þá er tíflii hefur komiðíljós í
fánýtu og táldrægu þjóðdrambi, eða þá í vonlausum harma-
tölum um framtíð lands og þjóðar, í stað þess að birt-
ast í alvarlegri og einlægri viðleitni til að vernda gæði
landsins, og greiða götu sína og seinni kynslóða úr eymd-
inni.og niðurlægingunni.
Um miðja 18. öld rís ný og mikil þjóðræknisalda
á þessu landi, og þá verður iandið sjálft miklu fogurra
í augum landsmanna en það liafði verið nokkru sinni
áður. Slík lofkvæði um fegurð íslands, sem Eggert
Olafsson kveður, höfðu aldrei heyrzt áður; um þær mund-
ir verða margir til að lofa landið á hvert reipi, bæði
fyrir fegurð og gæði. Og síðan hefur aldrei þagnað
lofgerðin um fcgurð landsins, en aldrci hefur þó þcssi
tilíinning fyrir fegurð landsius orðið svo sterk, að hún
haii vakið alþýðu manua til að sýna ræktarsemi sína í
miklum framkvæmdum. Aðrar gagnstæðar tilíinningar
hafa og opt verið rnjög ríkar i tíugum nianna. Þá er
landsmenn hafa átt við þröngan kost að búa, svo sem löng-
um hefur verið, hafa þeir kennt landinu um það, og þá
hefur þeim hvorki þótt landið auðugt að fegurð nje
gæðum, og ræktartilfinniugin hefur þá verið sem falinn
eldur undir öðrum tilíinningum, er ríkastar hafa verið,
og mestu ráðið í hugsunum manna og athöfnum.
Annað atriði í ræktarsemi manna við landið, er að
sjá og skilja lcosti þess ocj cjœði, ocj láta sjer annt um,
ad það cjlati engu af þeim. Hjer kemur það atriði til
ihugunar, er mestu skiptir. Hvort landsmenn vilja leggja
mikið í sölurnar til að bæta landið og vernda gæði þess,
fer mest eptir því, hverjar hugmyndir þeir sjálfir hafa
um kosti þess, hvort þeim þykir það vera auðugt að
gæðum eða eigi. Enginn vill leggja mikið í sölurnar
til að vernda þau gæði, er hann telur lítils verð, og