Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 75
71
járni (járnstengur) 3 álna langar (6 fet) með 5—6 göt-
um, sem vírinn or dreginn í gegnum. Kosta þær ná-
lægt kr. 1,10 og minna eptir því, sem þær eru styttri.
Stengur galvaniseraðar, 21/2 fot á lcngd, með götum (2—
3), kosta 6 kr. tylftin, og 2 feta kr. 4,50 --4,75 tylftin.,
eru þessar styttri járnstengur einkarh-entugar, ofan á
lága torf- og grjótgarða, og strengja vír eptir þeim eða
gegnum þær. Vcrðið, sem hjer er tilfært, or tiltölulcga
lágt, enda þótt langar girðingar úr þessu efni verði
dýrar.
Að því er snertir þessar tvær síðast nefndu girð-
ingar, þá mun svo álitið, að þær sjeu hentugastar í
kaupstöðum, þar sem ekki er völ á öðru efni. En þótt
svo sje, þá er álitamál, hvort það ekki borgaði sig
oinnig, að nota slíkar girðingar, einkum þá undir tölu-
lið 10, til sveita þar, sem skortur er á byggingarefni,
t. d. grjóti eða góðum hnaus, og vörzluskurðum verð-
ur ekki koraið við. Reyndar vantar næga reynslu í
þessu efni, en nær er mjer að ætla, að opt mundi borga
sig að gera girðing, t. d. af trje og vír, þegar ékki er
kostur á öðru efni on ónýtum móahnaus. Sjerstaklega
tcl eg heppilegt, að hafa yflrgirðing af trje og vír, eða
járni eingöngu t. d. ofan á grjót- eða torfgarða, sem
eigi væru hærri cn 3 fet. Það sparar annað efni, ef
lítið er um það, og girðingin eða garðurinn stendur
lengur og betur. Þetta ættu menn vei að athuga, áður
en þeir ráðast í að gera miklar girðingar, því „fátt er
of vandlega hugað“.
Þótt hjer haii nú sjerstaklega verið taiað um girð-
ingar um tún og matjurtarreiti, þá getur það, sem sagt
hefur verið um hinar ýmsu girðingaraðferðir og „form“,
átt við um girðingar almennt, hvcrju nafni sem nefnast.
Þess ber einkum að gæta, þegar girðingar og garðar