Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 90
86
hafa hrakiö suður af melunum og fennt þar í brekk-
unni; því að þar var skaíi, ákafloga mikill. Fjekk hann
sjer þá menn og var þar vandlega leitað, og er það í
stuttu máli frá að segja, að hann fann allt fjeð, sumt
dautt en þó fleira lifandi, nema Höttu; hana var hvergi
að finna og þóttist Ólafur þó vita, að hún dyhlist ein-
hverstaðar þar í fönninni.
Svo leið fram til útmánaða, eða þar til 18 vikur
voru liðnar frá því að Höttu fcnnti; þá hlánaði og tók
fönn mikið upp til sveita, og minnkaði þá skaflinn
sunnan í melunum mikið. Olafur gekk þá á hverjum
degi eptir fönninni, ef vera kynni að skrokkurinn af
Höttu kæmi upp; því að hann áleit hana fyrir löngu
dauða. Finhverju sinni tók hann eptir, að komin var
dæld á cinum stað í hjarnið; gekk Ólafur þangað, en
þá brast fönnin undir fótum hans og fjell hann niður í
autt rúm; þar var Hatta fyrir lifandi og hress eptir
vonum. Svo hafði þiðnað frá Höttu, að hún hafði tals-
vert svigrúm til að hreifa sig, en þó var snjór undir
henni og allt í kringum hana. Var hún nú orðin svo
mögur og ljett, að Olafur líkti honni við ullarvindil.
Enga ull hafði hún etið af sjer. Olafur færði nú Höttu
á jörð, því að veður var hið bczta, og gaf henni eigi
hey fyr en að þrémur dögum liðnum. Ærin hrcsstist
fljótt og tók góðum framförum, það sem eptir var vetr-
ar, og kom það aldrei fram síðar, að hún hefði orðiö
fyrir þessum hnckki. Hatta varð 12 vetra gömul og
þótti ætíð vænsta skepna og mestá metfjo!