Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 180
176
loku, er gengur eptir þörfum inn í það, og festist, með
lítilli skrúfu. Límbúnaður þessi er vissari en hinn, og
því hagfelldari þar sem mylna er fjarlæg, og hann vcr
furðanlega óhroða í korninu að komast niður í kvörn-
ina, og má því teljast að hreinsa kornið, en hann vill
slitna fijótt og ganga þannig úr sjer, og er því hentast-
ur þeim, er fær lagað hann eptir þörfum.
Nú er að lýsa því, hvernig mylnan stöðvast, þá er
kornið þrýtur. Yið annan enda kornkassans hef eg
lítið keíii, er snúizt getur á broddum, er ganga út í göt
í hliðum kornkassans við annanhvorn gafiinn; niður úr
kefli þessu, niður með gaflinum og svo sniðfjölinni niður
undir stokktotuna, liggur lipur og ljettur armur, neðst
á hann festist þunn plata svo stór som pláz leyfír —
má hún vera úr blikki eða þvílíku ofan á hana leggst
kornið. Út úr keflinu á hentugum stað stendur lítill
standur, sem 2 þuml. nagli hauslaus; á þann stand er
srneygt hring, er lauslega hangir neðan í lengri armi
vogstangarinnar, sem áður er nefnd. £>á svo or, snýst
mylnan. Nú þegar kornið í kassanum er að mestu þrot-
ið, ljettist á plötunni, armurinn lyptist, standurinn rís og
sleppir vogstönginni, dettilokan í rennustokknum fellur
og fer undir vatnið, bunan hleypur yfir spjöldin og kvörn-
in stöðvast.
Sje kvörnin langt frá heimili, en þó svo, að þangað
sjáist að heiman, er gott að tá sjeð, hvort hún er hætt
eða eigi. Lítinn umbúnað þar til, hef eg gert við mína
eigin mylnu. Er þá stöng, er stendur á litlum broddi
í húsgólfinu bak við kvörnina; stöng sú nær upp úr
þaki hússins. Skammt frá neðri enda stangarinnar eru
á hana festir 2 samhliða armar með hjer um bil 9 þuml.
millibili og ná þeir þvert út frá stönginni rúmlega fram
gegnt möndultrjonu, sinn hvorumegin. Milli arma þess-