Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 87
83
inn. En þetta krefur, að fóður sje kollt og uægilegt,
gott húsrúm, hlýtt og súglaust. Ef ær standa lengi
inni eptir bnrð, vorður að gæta þess, að lömbin nái í
hey; því að annars er hætt við, að þau jeti ull eða
annan óhroða.
Þcgar ær bera úti í kuldatíð, er að óttast að lömb
fái broddskitu éða mænusótt sökum innkuls, en ef þær
bera þegar mikill gróður er koininn, má búast við
brottskitu eða hjartveiki, sökum ofmegnrar cða óhollrar
mjólkur.
Þegar lömb veikjast af óhollri mjólk, verður að
stía þeim, og ef þau eru mjög veik af broddskitu, þarf
að láta þau nærast af vatnsblandinni mjólk. Einnig verð-
ur að reyna að koma í veg fyrir þær orsakir, er hafa
valdið óhollustu mjólkurinnar.
Aldrei má venja nýborið lamb undir á, sem er bor-
in fyrir nokkrum dögum, nema bundið sje undir hana,
en lambið látið fyrstu dagana sjúga móðurina eða ein-
hverja nýbæru; því að það þarf broddmjólkina til að
lireinsast. Hið sama er að segja, ef lamb drepst undan
á sökum óhollrar mjólkur, þá má eigi láta hið undir-
vanda lamb sjúga hana, fyr en ástæða er til að álíta,
að mjólkin sje orðin hollari, eða lambið svo sterkbyggt,
að það muni þola hana.
£>ó að ær haii hið sama fóður, þá er mismunandi,
hve koll mjólk þeirra er. Undan einstöku ám drepast
lömb þeirra vor eptir vor, og eiunig þau lömb, sem
undir þær eru vanin. Það er mjög skaðlegt, ef það
kémst inu í kynið, að mjólk sje ókoll í ám. Rjettast
er því, að sleppa öllum þeim ám geldum að vorinu, og
farga þeim næsta liaust, sem lömb drepast undan sök-
um ókollrar mjólkur, neina auðsætt sje, að mjög sterk-
ar utanað-komandi ástæður haíi valdið ókollustunni.
■ ■ —.... 6*