Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 136
132
l>,jáðir þeir sjeu, aumir og- alls vesalir. Svo segir sjera
Ólafur Einarsson í Kirkjubæ1:
Undirlagið allra þjóða
erum orðnir í landi hjer,
útlenzkir sem yfir oss bjóða,
eru höfuð en halinn vjer,
þessu hótar guðs orð góða,
gengur oss sem maklegt er.
Sama gremja birtist í „Aldarhætti“ Hallgríms Pjeturs-
sonar:
Kostir sjást farnir
þars fólknárungarnir
þeim framandi hlýða.
Þjóðrækni landsmanna á 17. öld, birtist á ýmsan
hátt, svo sem í því, að þeir kunnu því illa, er útlend-
ingar rituðu óhróður um landsmenn. Það þarf eigi ann-
að en að minna á rit Arngríms lærða á inóti Blefken
(Anatome Blefkeniana). Alla 17. öldina mundu landsmenn
enn eþtir hinum fornu rjettindum sínum, en þeir voru
orðnir svo beygðir og bugaðir, að þá skorti alla djörf-
ung og manndóm til að sýna nokkra verulega viðleitni,
til að halda uppi þessum rjottindum sínum, en hvenær
sem þeim gafst færi á, ljetu þeir „auðmjúklega11 þá ósk
sína í Ijósi, að „þeir vildu halda sig“ eptir „gömlu ís-
lendinga samþykkt11, og „eptir íslcnzkra laga fríheitum11,
svo sem lögmenn og lögrjettan lýstu yfir 1662, sama
árið sem erfðahyllingaeiðarnir fóru fram1. En svo voru
menn duglausir og kjarklausir orðnir, að alþingi Ijet
konung og höfuðsmenn hans kúga sig til aðlögleiða og
“) Sonur sjera Einars í Heydölum, hálfbróðir Odds biakui>B, en
faðir sjera Stefáns í Vallanesi.
’) Lögþingsbók 1662, Nr. 30.
j