Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 88
Fannar-Hatta.
Opt hef eg heyrt talað um. hve lengi sauðkindur
myndu geta lifað í fönn, en sagnir þar að lútandi hafa
verið mjög mismunandi, og stundum svo óárciðanlegar,
að eigi hefur verið hægt að byggja á þeirn. En of
kindur hafa verið vel feitar, þcgar þær fennti, vcl farið
um þær í fönninni og eigi jetið rusl, svo sem mold eða
ull, geta þær lifað mjög lengi í sveltu og mikið lengur
en almcnnt er álitið. Johan Schumann, frægur norskur
fjárræktarmaður, segir, að dæmi sjeu til, að kindur haii
lifað allt að þvi 14 daga í fönn, ef þær voru áður í góðu
standi og vel fór um þær. Hjer á landi vita menn, að
fje getur lifað miklu lcngur í fönn. Eg hef nokkrum
sinnum sjeð kindur allvel frískar eptir að hafa verið
6—8 vilcur í sveltu. Heyrt hef eg getið um, að í Þing-
eyjarsýslu hafi, fyrir löngu síðan, ær soltið 18 vikur í
fönn, og tvær sagnir um kindur, er sultu 11—12 vik-
ur, en eigi veit eg um sannindi þessara sagna.
Það hefur eigi svo litla þýðingu, að fara nærri um
það, hve lengi skepnur geta lifað í fönn; bæði er það
fróðlegt og svo veitir það hina sterkustu hvöt, til þess
að leita eptir fje, meðan hægt er að búast við að eitt-
hvað af því sje lifandi í fönninni.
Sum haust kemur það fyrir hjer á landi, að fje
fennir svo þúsundum skiptir. Þetta veldur afarmikluin