Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 135
131
ingjar landsins risu móti kúgun og álögum i;onungs og
umboðsmanna hans, svo sem þá er Margrjct drottning;
hugði að leggja nýjan og þungan skatt á landsmcnn,
1392.
Allar hinar miklu hyltingar og brcytingar, er fylgdu
siðbótinni, og öll sú barátta, er menn urðu þá að heyja
á ýmsan hátt, vöktu mjög tilflnningar manna fyrir því,
er þjóðin átti bezt og dýrast í eigu sinni. Menn fundu
til þoss með gromju og lrryggð, að konungur og um-
boðsmenn lrans drógu bæði fje og forn rjettindi úr hönd-
úm landsmanna. Svo kvað Jón biskup Arason:
Undarlegt er ísland,
ef enginn rjettir þess stjett.
Ólafur prestur Tómasson segir svo í kvæði því, er hann
orkti um þá Jón Arason og syni hans:
Herranna’ er nú hugsun mest
að haga svo sínu valdi:
að komast megi’ undir kónginn flest,
með klögun og sekta gjaldi
eða kosta kroppsins pín,
að útarma svo sitt eigið land,
ætlun er það mín,
svo eigi haíi það eptir grand
af öllum peningum sín.
Það cr cigi lítil gremja scm birtist í spádómi þeim um
breytingarnar við siðaskiptin, sem eignaður er Svciui
biskupi spaka: „Þá vil eg heldur vita son minn búa í
Höfða, eða vera fjósamann í Skálholti, hcldur en kirkju-
prest, því Skálholt hefur aukizt og eflzt mcð herradæmi,
cn það eyðist með eymd og veslingsskap; enda er þá
þetta land komið undir útlenzkar þjóðir“.
Alla 17. öldina heyrast harmatölur úr öllum áttum
um það, hve íslendingar sjou orðnir miklir ættlerar, hve
9*