Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 159
155
á það, er mjer viröist auöráðið, að leiða muni af fjen-
aðarsýningum.
Fyrst tel eg það, að við sýninguna myndast fjöl-
mennur bændafundur, í þeim tilgangi, að skoða falleg-
ustu og beztu skepnurnar hver hjá öðrum, tala saman
um eitt og annað, er að góðri fjenaðarrækt lýtur, svo
scm kynbætur, og hvernig bezt sje að framkvæma þær
við allan búpening, til að fá hann svo hraustan og arð-
sainan sem mögulegt er. Þegar því máli cr lokið, fara
menn að ræða um, hvernig skuli upp ala og fóðra kyn-
bóta- stofnfjcnaðinn, svo að sem boztuni búnotnm komi.
Bnn frémur yrði þá og rætt um fjenaöarhús og annað,
cr iýtur að góðri hirðingu og meðferð á skepnum; sömu-
leiðis um hirðingu og meðferð á fóðrinu sjálfu, svo það
geti orðið scm hollast og næringarmest eptir ástæðum.
Auk þess, sem þegar er á minnzt, væri líklogt, að mönn-
nm liugkvæmdist að minnast á, og innræta hver öðrum,
að gæta vel skyldunnar gagnvart skepnunum, að mis-
bjóða þeim ekki með illri meðferð. Því sorglcg sann-
indi eru það, að enn er illa farið með skopnur hjer á
landi, og kemur það fram í mörgum myndurn, frá manns-
ins hálfu; en vonaudi er, að vaxandi monntun og sið-
gæði geri þann glæp landrækan áður en langt líður.
Að loknum sýningum þarf að rita greinilega skýrslu
um þær, og auglýsa hana á hentugan hátt, til almennra
afnota. Kæmu slíkar skýrslur úr fleiri hjeruðum lands-
ins, myndaðist ef til vill samkeppni milli sýslnanna, er
leiddi til framfara i fjenaðarræktinni, og á þann hátt
kynni jafnvel að verða mögulegt með tímanum, að ryðja
af vegi gömlum og óskynsömum vana, scm allt of lcngi
heíir verið Þrándur í götu fyrir framsókn vorri, hvort
heldur tekið er til vísindalegra eða verklegra framfara.
Tilgangur minn með að rita þcssa litlu greiu er