Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 106
forni og hefnigirnin, ofsinn, ófyrirleitnin og ofurkappið,
hjelzt við. Sturlungaandinn lifði nokkurn vcginn fullu
lííi. Ef vjcr athugum lif og liugsunarhátt þcirra manna,
er vjer þekkjum bezt frá fyrra hluta 16. aldar, þá sjá-
um vjer, að þeir eru mjög likir forfeðrum sínum á
Sturlungaöldinni. Ef vjer höfum slíka menn fyrir aug-
um sem Snorra Sturluson, Ólaf hvítaskáld eða Sturlu
Þórðarson, þá finnum vjer að vísu enga menn líkaþeim,
af því að allt menntalíf var þá í svo mikilli niðurlæg-
ingu. En ef vjer minnumst á slíka menn sem Sighvat
Sturluson og syni hans, cða Kolbein unga, Þorvald
Vatnsfirðing o. II., þá má finna alveg samkynja mcnn á
fyrra hluta 16. aldar, þótt lif þeirra hafi að sumu leyti
nokkuð annan blæ. Það þarf eigi annað en nefna Jón
biskup Arason og syni hans, eða Hrafn lögmann Brands-
son, Ögmund biskup, sjera Jón Hjeðinsson í Hruna, sjera
Jón Bjarnason, Daða í Snóksdal o. fl. Það er sem vjer
sjáum Sturlungana endurborna. Það er opt talað mikið
um kúgun og ofurvald katólsku klerkanna, en eigi höfðu
þeir getað bugað kjarkinn og hetjuandann forna1. Og
eigi gátu hinir veraldlegu liöfðingjar það lieldur. Iljer
höfðu þó verið margir útleudir hirðstjórar, scm líkari
voru ræningjum og víkinguin en löggæzlumönnum og
stjórnendum. Og margir innlendir höfðingjar voru hinir
mestu ójafnaðarmenn og ribbaldar, svo sem Torfi í Klofa
og aðrir slikir menn. Enn þá var mikill dugur og
’) Eg fæ eigi betur sjeð, en katðlska klerkastjettin hjer á landi
hafi orðið fyrir miklu raeira lasti en hún á skilið. Er þetta bæði
af því, að hún hefur löngum verið dæmd mest eptir því, sem hún
var á sínura síðustu og verstu tímum, þá er hún var mest horfin
frá hlutverki sínu, og í annan stað höfum vjer mestar sagnir um
yfirgang hennar og ðjöfnuð frá siðbótarmönnunum, en þeim var
annað tamara en að færa alla hluti til betri vegar fyrir katðlsku
klerkunum.