Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 80
76
minnist á þökin’. „Þaö mun varla sem stendur þurfa
að gcra ráð fyrir öðru efni en toríi í þök á fjárlnis“.
En livað Suðurland snertir, þá má alls ekki „gera ráð
fyrir“ torfþaki, ef um „flcirstæðuhús“ er að ræða, því
það mundi ekki blessast. Það væri að eins til þess, að
byggingin (húsið) eyðilegðist á fáum árum, og mundi
þess utan valda vanhöldum (lungnaveiki, kláða og ó-
þrifum) á því fje, er hýst væri í þcim húsum, því raki
og leki hefur ill áhrif á fjeð, og vcldur því vanheilsu
og óþrifa. Það getur því naumast komið til mála að
nota torf í þök á slík hús á Suðurlandi, og verður þá
óhjákvæmilcgt, að hafa þau undir vatnsheldu þaki t. d.
járni. Auðvitað yrði það afar-dýrt, ef húsið væri stórt,
og rúmaði margt fje t. d. 200—300 fjár, en þá er
líka fengin trygging fyrir varanlcik þess og góðum not-
um, sje það að öðru leyti vel gert og vandað að viðum
og veggjum.
Viðvíkjandi garðahúsunum gat eg þess fyr, að
margir sunnanlands hliðruðu sjcr hjá þeim; bæði er það
vcgna þess, að þau þykja dýrari, en jötuhús, sem svo
eru nefnd, og svo líka fyrir þá sök, að þeim hættir
frcmur við að leka því risið er sjaldan að sama skapi
meira (hærra), sem húsið er breiðara. Garðahús eru
þar nú óvíða, einkum í sumum sveitum, enda þótt þeim
hafi fjölgað í seinni tíð. Hafa þau þó marga yfirburði
fram yfir „jötuhúsin“, og ættu þeir bændur, erckkihafa
kringumstæður til að byggja „fleirstæðuhús“ að brcyta
húsunum í garðahús, um leið og þeir endurreisa þau.
Aðalkostir garðahúsanna, hvort þau eru einstæð eða
ficirstæð (fleiri en eitt undir sama risi) koma þá fyrst
verulega í ijós, cr hlarfa er við hvcrt þcirra, þannig
sett, að hægt sje að bera heyið (gefa það), úr hcnni,
‘) „Búnaðarritið11 9. ár bls. 105.