Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 41
37
til að auðkenna ])ær kindur, er þeir fá hjá öðrum, önn-
ur en soramcrkingu, því eigi er líklegt, að þeim þyki
fagurt að horfa á kollóttar kindur lágeyrðar eða afeyrð-
ar, því á þeim lítur þetta verst út.
í grein einni um fjármörk í „ísafokl" fyrir nokkr-
um árum, eptir Finn hreppstjóra á Kjörseyri, var bent
á það ráð til auðkennis á kollóttu fje, að festa pjötlu
við eyra kindarinnar, merkta eigandanum. Jafnvel þó
það gæti haft þá líættu í för með sjer, að eyrað
kynni að rifna, get eg samt trúað því, að þctta ráð
sjo nýtilegt, ef pjatlan er lítil og hyggilega fest við
cyrað; má’vera, að Finnur hafi haft reynslu fyrir sjer
í þcssu. — Guðmundur prófastur Einarsson segir frá því
í riti sínu um sauðfjenað (bls. 78. n. m.) að sumir út-
londingar brennimerki kindur framan á snoppuna.
Eg hef þekkt kind, sem hafði í sjer blýhanka alla
æíi sína, 5—6 ár, sem eigi virtist gcra henni nokkurt
mein. Ut af þcssu kemur mjer i lmg sú spurning,
hvort eigi mundi nýtilegt ráð til að auðkenna kindur,
að hanka þær á hentugum stað, t. d. i hnakkanu, moð
blýi eða öðru meinlausu efni, festa þar við málmplötu
eða i»jötlu af skinni, dúk eða pappír, sem þyldi áhrif
lopts og vatns, merkta með nafni og heimilisnafni eig-
andans. Hönkunin mundi orsaka skepnunni miklu minni
sársauka og minni blóðrás heldur en soramerkingar;
sams konar plötur eða pjötlur mæ.tti festa við horn
kindarinnar með hlekk eða hring; mætti það verða miklu
ljósara og áreiðanlegra merki hcldur en hornamörk og
brennimörk. Hugsanlegt væri, að merkingar þær, sem
hjer er bent á, gætu leitt til ]»ess, að menn fengju vilja
til að lcita uppi ráð, til að merkja skepnur sínar
mcð öðru inóti en skera og skemma linii þcirra, þeim
til sársauka og óprýðis.