Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 112
108
og öðru vísi voru viðskipti íslcnding'a og ensku víking-
anna á 15. öld. Það er eigi að undra, þótt atvinnu-
veguni landsmanna hnignaði mcðan þeir voru í þessari
ánauð, enda má sjá þess mörg og ljós merki.
Aldrei hafa landsmenn átt við slíka oymd að búa,
sem síðara hluta 18. aldar, og um síðustu aldamót. Þá
höfðu þó vaknað nýjar vonir hjá mörgum mönnum, og
nokkrir helztu menn þjóðarinnar höfðu alla viðleitni til
að bæta atvinnuvegina og hag alþýðu, og konungur og
stjórn studdi þessa viðleitni af alefii. En minna gagn
varð að þessu en vænta mátti, fyrir því, að öll alþýða
var orðin svo duglítil og frábrugðin allri framtakssemi
og nýbreytni. Hún var orðjn svo vön ánauðinni og
eymdinni, að hún skildi eigi, að hún ætti nokkurn „vitj-
unartíma“; hún trúði eigi á neinar umbótatilraunir eða
framfaraviðleitni. Umbótamennirnir voru níddir á allar
lundir; menn hæddust að viðleitni þeirra, og gerðu
þeim allt sem erfiðast.1 Það er að mestu lcyti satt, sem
kveðið var um Skúla landfógeta:
Skúli vildi skapa land,
skörungur sinnar þjóðar,
en það tókst þó ckki grand,
eyddust ræður góðar.
Skúli vildi’ að skipast land
skyldi betur ísa,
en það komst fram ekki grand,
allir móti rísa.
Svo fór landsmönnum við þá menn, er mcst reyndu að
bæta hag þeirra, og vildu hefja þá úr eymdinni og nið-
urlægingunni. Háð og hutur voru launin, scm þeir fengu.
’) Bg hef lýst nokkuð urabðtaBtefnunni á, 18. öld í æfiágripi
sjera Bjarnar HalidóreBonar, í 9. árg. Búnaðarritsins,