Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 99
95
kvæði um uppblástur landsins og hnignun sjeu sjirottnar
af þessari gömlu og ríku trú, að allt liaíi verið betra
og fegurra í fornöld, en í raun rjettri haíi landið alls
cigi hnignað ueitt eða farið aptur síðan á landnámstíð.
Menn kannast að vísu við, að skógarnir haíi verið ineiri
þá en nú, en að öðru leyti sje laudið ekki snauðara að
gæðum en það var þá, sumstaðar hafi að vísu eyðiiagzt
nokkuð, en svo hafi aptur gróið upp á öðrum stöðum,
sem því svarar; auk þess haíi verið gerðar allmiklar
jarðabætur á síðustu tímum, engjar hafi verið bættar
og auknar með vatnsvcitingum, og túnræktin aukizt
til muna.
Þeir munu vera flestir, sem kalla að kenningin um
uppblástur landsins og hnignun eigi við lítið að styðjast
nema einbera ímyndun. Á 17. og 18. öld efaðist eng-
inn i því, að landið hofði eyðilagzt mjög frá þvi í forn-
ökl, en nú cru fáir, sem flytja þá kcnningu, og þeir sem
liafa gert það, hafa fengið mikil og almenn mótmæli,
og eigi laust við, að þeir hafi orðið óvinsælir hjá ,/öð-
urlandsvinunwn“ og „framfaramönnunum“.
ísland hefur verið ábúðarjörð íslenzku þjóðarinnar
í rúm þúsund ár. Fróðlcgt væri að fá fulla vitneskju
um, hvernig þjóðin héfur farið með landið, hvort því
hcfur farið fram eða aptur í höndúm hennar, hvernig
hún hefur „setið ábúðarjörðina“ sína. Vjer skulum
hugsa oss, að þessi ábúðarjörð þjóðarinnar væri tekin
út fyrir næstu fardaga. Vjer skulum hugsa oss, að all-
ir íslendingar færu til Ameríku, og þeim væri gert að
skyldu, að skila landinu í hendur nýjum landnámsmönn-
um, — þjóðinni verði gert að skyldu, að skila þessari
gömlu ábúðarjörð sinni í ,.fullu standiíl, svo sem hún
tók við henni í öndverðu, „með öllum þeim gögnum og
gœðum, sem henni fylgdu og fylgja ber“, eða „svara