Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 18
14
ákveða vatnsmagnið, er vanalega miðuð við teningsfet
á einni sek. á dagsláttuna; væri vatnsmagnið t. d. 1
tenf. á sek. á dagsl. yrði vatnsdýpið að meðaltali 1 */„
fet eptir sólarhring' ef það stæði kyrt yíir og sígi eigi
niður í jarðveginn. Þetta tek eg að eins sem dæmi,
því svo mikið vatn er optast óþarft. Eptir reynslu
vatnsveitingamanna erlendis þykir hæiilegt á tióðveitu-
engjuin, að vatnsmagnið sje að meðaltali J/2 tenf. á sek.
á dagsl., en auðvitað er það mismunandi eptir jarðvcg-
inum, hvcrsu opt er liægt að brúka vatnið og hve hall-
inn er mikill. Þess lausari sem jarðvegurinn er þess
meira sleppir hann gegn um sig af vatninu, og þarf
þar af leiðandi meira vatn; þar sem hallinn er lítill
þarf einnig meira vatn, þvi þá er það lcngur að hreyfa
sig eptir járðveginum. Á uppistöðuengjum er að visu
hægt að komast af með töluvert minna vatn, en þú er
ætíð mikið betra að hafa ráð á svo rniklu vatni, að
liægt sje að fylla uppistöðurnar á stuttum tíma, og cinn-
ig er betra, að vatnið endurnýist nokkuð fijótt, því þá
l»er það meira með sjer af frjóvefnum, og hættir síður
við, að skemma rótina fyrir loptleysi. Ef vatnsmagnið
er J/8 tenf. á sek. á dagsl. verður vatnsdýpið að meðal-
taJi J/2 fet eptir sóiarhringinn; hæiilega djúpar uppistöð-
ur eru þá 2—3 sólarhringa að fyllast og má það eigi
minna vera; hjer er þó ekki tekið tillit til þess, sem
sígur í jarðveginn og gufar upp, en það er auðvitað
mjög mismunandi.
Þegar vatnsveitingaskurðir eru gerðir, verður cinn-
ig að taka tiilit til þess, að nokkuð af vatninu getur
sígið i jarðveginn, svo skurðirnir skila eigi aptur öllu
því vatrii, sem þeir tóku við i fyrstu; í þjettri leirjörð
er það samt mjög lítið, en i lausri sandjörð er það talið
Vaoooo tenf. á sek. fyrir hvert ferfet af botníieti skurðs-