Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 139
136
merki, hve þjóðræknin liefur verið afllítil um langan
aldur. Mörg grundin, er áður var grasi gróin, hlýtur
að vera komin í aur fyrir þær sakir, og mörg gróður-
sæl klíð orðin að skriðu. Og það megum vjer vita til
víss, að live nær sem þjóðræknin vex og fær meira lífs-
afl og þroska, þá fer landið aptur að blómgast; þá birt-
ast nýir kraptar, máttugir til að græða sárin, sem
landið hefur fengið af ræktarleysi fyrri manna.
2, Rœhtarsemin viiJ landið sjálft.
Ræktarsemin við landið sjálft, er náskyld þjóðrækn-
inni; hún birtist í því, að hafa opið auga fyrir fegurð
landsins, og sjá kosti þess og gæði, og láta sjer annt
um, að það glati engu af fegurð sinni og gæðum.
Það sýnist svo sem forfeður vorir í fornöld hafi
eigi haft næma tiltinning fyrir fegnrS náttúrunnar, svo
mikla fegurðartilflnning sem þeir höfðu þó um margt
annað. Skáldunum tekst upp, þá er þeir tala um fagr-
ar konur, fögur klæði, gullroðna hjálma, gullrekin spjót
og skrifaða skjöldu, eða þá er þeir tala um skrautbúin
skip og siglingu o. fl., en lítið tala þeir um svipmikil
fjöll og fagra dali, eða um skrúðgræna haga og skógi
vaxnar hlíðar; og éigi tala þeir um „brattan foss og
bjartan snjá og breiðan jökulskalla". Að vísu kemur
það allvíða fyrir í Eddukvæðunum og nokkrum öðrum
kvæðum, að fögur lýsingarorð eru höfð um ýmislegt í
ríki náttúrunnar, svo som þar sem Aslcurinn er kallað-
ur „ítrvaxinn11, eða þar sem talað or um „heilög vötn“,
er hnigu af „himinfjöllum", o. s. frv.1. En um hitt
flnnast eigi mörg merki, að fegurð náttúrunnar hafi haft,
‘) Um uáttfirulýsiugar í fornum norrænum ritum er til frfið-
legt og rækilegt rit eptir Sindquist: „Naturskildringarna i den nor-
röna diktningen".