Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 7
3
hafa vafalaust veitt því eptirtekt, að frjóvsemi vatns-
veitingaengja fer mjög eptir jarðveginum, því að á mis-
munandi jarðvegi getur alveg samskonar vatn gert mjög
ólíkar verkanir. Eigi fer það þó svo mjög eptir því,
hve frjóvsamur jarðvegurinn er, áður en vatnsvoitingin
er byrjuð, en það ræður mestu, af hvaða jarðtegundum
hann er samansettur, og hvernig þeim er saman blandað.
Jurtirnar þurfa mjög mikið vatn til að geta þriíizt,
því næringarcfni þeirra í jarðveginum verða að vera
uppleyst í vatni, svo að þau verði þoim að notum. í
þurrum jarðvegi eru efnin mikið lengur að leysast upp,
svo að þau geti orðið hæf til að veita jurtunum nær-
ingu, og er því auðsætt, að til þess að sá jarðvegur sje
frjóvsamur, þarf mikill forði af frjóvefnum stöðugt að
vera fyrirliggjandi, því aldrei er nema mjög lítill hluti
þeirra uppleystur í senn. Pannig er þcssu einmitt var-
ið með tún vor, að ef þau eiga að geta sprottið vel og
gefa milda og góða töðu, verður að koma fyrir sig frjóv-
efnaforða í jarðveginum, eða eins og almennt er komizt
að orði, að koma rækt í þau. A vatnsveitingajörð er
þessu öðruvísi varið, því þar flytur vatnið jurtunum frjóv-
efnin nægilega uppleyst,, jafnóðum og þær þurfa þeirra
með, og gerizt þess því eigi þörf, að mikið sje fyrir-
liggjandi af þeim í jarðveginum; undir þeim kringum-
stæðum getur það heldur eigi orðið til muna, því vatn-
ið leysir þau íljótlega upp og ber þau sumpart burt með
sjer, ef mikið er af þeim. Ef farið væri að viðhafa
fullkomua vatnsveitingu á frjóvsömum jarðvegi, yrði af-
leiðingin sú, að fyrstu árin, meðan vatnið er að leysa
upp frjóvefniu í honum, sprettur hann óvanalega vel,
jurtirnar verða sterkbyggðar og rætur þcirra taka því
óspart til sín af hinum uppleystu næringarefnum; en
að tveimur til þremur árum liðnum veröur nú forði þessi
1*