Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 26
22
an jurtirnar eru undir vatninu njóta þær eigi birt-
unnar fullkomlega, og myndast þá í þeim efni, som
nefnist Etiolin, í stað blaðgrænunnar. Etiolin er að
vísu náskylt blaðgrænunni, og breytist i hana, ef
jurtirnar síðar njóta nægilegrar birtu, en verði breyt-
ingin mjög snöggloga, getur það hnekkt vcxti þeirra
og jafnvel eyðilagt þær. — Bezt er einnig að lileypa
af í regni, því hafi Icir og slím setzt á jurtirnar,
þvær regnið það af þcim jafnóðum og þær koma
undan vatninu, en annars er hætt við að það setjist
fyrir andholurnar á blöðum þeirra, harðni þar, olli
jurtunum vanþrifa, og geri heyið óhollt. Veður ætti
helzt að vera kyrrt þegar hleypt er af, því i storm-
um verður vatnið gruggað, en þegar kyrt er setzt
það til aptur, og verður þá meira eptir af liinum
föstu efnum.
10. Eptir að aðalvatnsveitingunni er hætt, getur verið
nauðsynlegt, þar sem engjar eru þurrar, og miklir
þurkar ganga, að láta vatnið flæða yfir öðru hvoru
til þess að vökva, en eigi má það vera nema litla
stund í hvert sinn.
b. Flóðveituengi.
Flóðveita er sú vatnsveitingaaðferð, sem mest tíðk-
ast erlendis og er hún þar rnjög tckin fram yfir uppi-
stöðuaðfcrðina. Hjer á landi hefir flóðveita mjög lítið
vcrið tiðkuð,' og eigi nema á allra einfaldasta hátt og
hefir hún þó sýnt sínar góðu verkanir framar öllúm
vonum. Það er því óhætt að segja, að vatnsveitinga-
aðferð þessi getur átt hjer mikla framtíð fyrir höndum,
jafnvel þótt vafasaint kunni að vera, að það borgi sig
að leggja í mjög kostnaðarsöm fyrirtæki, og fylgja öll-
um regluni íþróttarinnar líkt og gert er erlendis. Eins