Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 102
98
um og skemmdum11, er eigi sje unnt við að sporna, —
að hún sje „horjörð“, þar sem eigi verði lifað, nema við
sult og seyru. Ef vjer vitum það um einhverja jörð,
að þeir scm þar hafa búið um langan aldur, hafa litla
ást eða rækt lagt við hana, og eigi sjcð, að hún ætti
nokkra fcgurð, er eigi mætti spilla, og eigi nein veru-
leg gæði, er vert væri að vernda og hlynna að, og hafa
sjálfir haft þá trú, að eigi væri unnt að bjargast á henni,
þá er það víst, að jörðin hefur hlotið að spillast í hönd-
um slíkra manna. Alveg sama má segja um landið;
því fer fram eða aptur, eptir því hvernig landsfólkið er.
Vjer getuin fengið mikla vitneskju um, hvort landinu
hefur farið fram eða aptur, ef vjer athugum þau ein-
kenni þjóðarinnar dg þann hugsunarhátt, ,er hlýtur að
hafa mestu ráðið um meðferð hennar á landinu. Imu
atriði, er vjer verðurn þá einkum að athuga, eru:
1. jDugnaður landsmanna og manndómur á ymsum
tímum, oy
2. Þjóðrœlcni beirru og œttjarðarást.
I.
Dúgnaður landsmaiina og maiiiidóinur á
ýmsum tímuiii.
Vjer vitum að dugnaðurinn hefur mikil áhrif á bú-
skapinn á hverri jörð, og þar með einnig á meðferð
jarðarinnar. Það fara varla aðrir vel með jörðina sína
en duglegir menn; þeir einir bæta jörðina og vernda
gæði liennar. Sama er að segja um landið í heild sinni;
því að eins má vænta þess, að gæði landsins haldist við
éða aukist, að Jandsfólkið haíi eigi lítið af manndómi
og dugnaði.
Það leikur sízt á tvcim tungum um fornmenn, að
kjarkur og manndómur hali verið éitthvert helzta ein-