Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 138
134
enda sagt, ad æskilegast væri að íslenzkan týndist, en
danskan kæmi í hcnnar stað. Einn af þcim mönnum
var Jón Þorkelsson, rektor í Skálholti; hann hafði lagt
það til, að prjedikað væri á diinsku í öllum kirkjum
hjer á iandi, og allar góðar bækur islenzkar væru þýdd-
ar á dönsku. Nú urðu nokkrir menn til þcss að leggja
rækt við inóðurmálið; þeir rcyndu að hefja það úr hinni
miklu niðurlægingu, er það var komið í, og reyndu að
vekja tilíinningu landa sinna fyrir því. Af slíkum mönn-
um má einkum nefna Eggert Ólafsson og sjera Gunnar
Pálsson. Allur fjöldi manna gaf þessa þó lítinn gaum,
og sumum lærðum mönnum þótti enda sæmd að því, að
fara sem verst með móðurmál sitt, og töluöu jafnan mri
það með fyrirlitningu1.
Þótt alþýða manna væri frábitin öllum nýjungum,
þá hafði þó þessi þjóðræknisstefna nokkur áhrif á lands-
fólkið, og síðan á þeim tímum hefur þjóðræknin ávallt
sýnt á sjer flciri og meiri lífsmörk en hún hafði áður
gjört um langan aldur. En þó hefur þjóðræknin vcrið
afllítil hjá öllum þorra manna, Jregar á allt er litið;
þess vegna hcfur landsfólkinu orðið svo lítið ágengt;
þess vegna eru framfarirnar svo litlar. Þetta mun þó
eigi síður stafa af dugleysinu og kjarkleysinu, er hafði
svo gagntekið hverja taug í líii þjóðarinnar á einveldis-
tímanum, að liún hefur enn eigi fengið þcss bætur, hvort
scm hún fær þær nokkurn tíma eða eigi. En það cr
víst, að þjóðræknin er betur til þess fallin en nokkuð
annað, að lcysa og leiða sjerhvern bundinn og falinn
krapt í lífí þjóðarinnar til nytsamlegra starfa. Það get-
ur eigi hjá því farið, að landiö beri þess mörg og þung
*) Yið einn síkan mann kvað sjera Gunnar Pálsson visu liessa:
fBlenzkan er oitt það mál | sem allir lærðir hæla | aldrei mun þin
auma sál | annað fegra mæla.