Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 97
93
þetta allt1. Þessi trú á fcgurð og sælu fornaldarinnar
var einnig mjög rík hjer á landi, einkum á þeim tíma,
er hagur þjóðarinnar var sem erfiðastur, og kjör henn-
ar köldust. Ef það, sem hugurinn og hjartað girnist
mest, finnst af mjög skornuin skammti í þeirn heimi er
menn þckkja og lifa í, þá leita þeir þess í einhverjum
óþekktum æfintýraheimi. En þetta sæla undralíf verður
þá að vera annaðhvort á fjarlægum og óþekktum stöð-
um, eða þá á löngu liðnum tíma, er eigi ganga ljósar
sögur af, því að eigi getur slík smíð staðizt þar sem
reynsla og þekking kemst að. Menn sáu dáöleysi og
volæði sinnar kynslóðar, og þá hugguðu þeir sig við
það, að þetta hefði þó eigi ávailt verið svo. í fornöld
lifðu risavaxnir menn og sterkir, hraustir og harðfeng-
ir, dáðríkir og drenglyndir, og auðugir voru þeir, og
þekktu eigi kveifarskap, sjúkdóma og volæði seinni tíma.
Og þá er „frost og kuldi kvaldi þjóð, og komu sjaldan
árin góð“, þá sáu menn, að tíðarfar og árferði
hafði verið allt öðruvísi í fornöld. — Þá var munur
að lifa; þá var „sól og sumar“, og þá var „grund gró-
in grænum lauki“, og skrúðgrænir skógar þöktu tjalls-
hlíðarnar. Þá var öðruvísi um að litast á íslandi en
nú er. Hraunin voru þá varla til, nema Ódáðahraun,
og þá var það fullt af gróðursæium dölum. Til skamms
tíiíia hafa þar verið fagrir og frjóvsamir dalir, meðan
hraunið var lítt kannað. Og jöklarnir voru margfalt
minni í fornöld en þeir eru nú. Vatnajökull var þá
lítið meira en lófastór blettur, en þar sem jöklarnir og
öræfin eru nú, þar var kjarngott og grösugt haglendi.
Þá er sagt, að náð hafi saman sumarhagarnir á Skapta-
V naf tilkvámu kvennannaBOgir Snorri Sturluson, og marg-
ar þjððir hafa keunt kvennfólkinu um uppruna spillingar, aptur-
farar og eymdar.