Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 131
127
í cinu atriði, sem fornmenn fóru jafnilla með landið
sem landsmenn hafa ávallt gert síðan, en [iað er, hvern-
ig þeir fóru með skógana. Þeir hjuggu þá hlífðarlaust,
og ljetu það eigi á sig fá, þ'ótt þeir sæju þá ganga
stórum til þurðar. Þetta hefur án efa verið mest af
því, að þeir hafa alls eigi sjeð, hvílíkur voði framtíð
landsins var búin af eyðileggingu skóganna, en eigi af
hinu, að þeir hafi oigi hirt um hag niðja sinna og seinni
kynslóða, því að það má sjá af mörgu, að þcir ljetu
sjer annt um hag seinni kynslóða, Það þarf eigi annað
en minna á þau orð Einars Þveræings, sem hjer eru
áður tilfærð, og hver áhrif þau höfðu á alla alþýðu
manna. En þessi blindni fornmanna í meðferð skóg-
anna, sýnir þó, að ræktarscmi þeirra og umhyggju fyrir
framtíð landsins og hag seinni manna hcfur verið á-
bótavant, þótt allt sýnist benda til, að hún hafl verið
sterkari en á nokkrum öðrum tíma. Hefði ræktarscmin
við land og þjóð verið mjög sterk og heit, þá hefðu
augu landsmanna að öllum líkindum opnast fyrir því,
að landinu var mikið tjón búið af eyðilcggingu skóg-
anna, og þar með öllum þeim, er íandið áttu að b}rggja
á ókomnum öldum. Ást og ræktarsemi gerir augað
glöggt og skyggnt til að sjá meinsemdirnar, og hveruig
úr þeim má bæta.
Á 13. öldinni fer þjóðræknistilfínniugin mjög að
dofna; höfðingjar landsins glötuðu virðingunni fyrir lands-
lögunum, or áður hafði vcrið máttarstólpi þjóðveldisins.
Nú hugsuðu þoir mest um auðlegð og völd, og ekkert
var þeim svo heilagt, að þcir virtu það meir en metnað
sinn og ágirnd. Deilur og hryðjuverk liófust aptur,
miklu umfangsmeiri og voðalegri en nokkru sinni áður;
og þar með magnaðist siðlcysi og óhlutvcndni í flestum
hlutum. Svo kom um síðir, að margir lielztu mennirnir