Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 8
4
eyddur að mestu, og þar eð hinar sterkbyggðu og þurft-
arfreku jurtir vantar uú nægilegt viðurværi, taka þær
óðum að líða undir lok, en aðrar jurtir, sem gera minni
kröfur til jarðvegsins korna í þeirra stað. Meðan á
breytingu þessari stendur er sprettan vanalega mjög rýr,
en þegar frá liður getur hún þó aukizt aptur meira eða
minna eptir gæðum ávcizluvatnsins, því nú svarar gras-
ið algerlega til þeirra frjóvcfna, sem það veitir. Öðru
máli er að gogna með þann jarðveg, sem er frjóvefna-
snauður þegar vatnsveitingin er byrjuð, því jafnvel þó
það sjc næstum tómur sandur, ef hann er eigi mjög
grófur, þá mun vatnið smámsaman bera þangað með sjer
leir og eðju, svo jarövegurinu verður nægilega þjcttur,
og innan fárra ára tekur þar að myndast jurtagróði,'
sem einnig svarar til þeirra frjóvefna, er vatnið veitir.
Af því sem nú heíir verið sagt, er það því Ijóst, að of
mikil vatnsveiting á frjóvsömum jarðvegi — svo sem
túnum — er skaðleg, þar eð hún eyðir frjóvkrapti hans,
en megnar cigi af sjálfsdáðum að framleiða jafngott og
mikið gras, sem áður, og munu margir þekkja dæmi
til þess.
Eins og áður er drepið á, hcfur samsetning jarð-
vegsins mikla þýðingu í þessu tilliti. Nauðsynlegt cr
að hann sje nægilega laus eða eygður, svo vatnið geti
seitlað jafnt, en þó hægt gognum hann, því á þann hátt
koma frjóvefni þess bezt að notum. Sje jarðvegurinn
of laus sleppir hann vatninu hindrunarlítið gegnum sig,
og liafa frjóvefnin þá lítið viðnám; en ef jarðvegurinn
er of þjettur mettast hann iijótlega af vatninu og getur
það þá alls eigi hreyft sig gegnum hann, og koma frjóv-
efni þess þá eigi heldur að fullum notum, auk þess scm
þá er hætt við að myndast gcti skaðleg efnasamblönd-
un fyrir jurtagróðurinn. Beztur jarðvegur er því sand-