Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 177
173
reynslunni sýna sig. — Til þess að fyrirbyggja súg inn
í húsið neðanfrá, og innfok þá er vetrar, hef eg hlaðið upp
beggja vegna rennustokksins, upp frá húsinu, og svo
rept og tyrft yfir stokkinn allan, upp að fyrirstöðufjöl-
inni. Að neðan hcf eg og byrgt fyrir frárennsluræsið
niður að vatni. Sje þetta vel gert, fær mylnan lengur
malað, þótt snjór komi og frost.
Nú er optir að búa um járnið, sem gengur upp úr mönd-
ultrjonu upp í kvarnarboltann. t>að járn sje vcl sívalt
ofantil, um 1 þuml. að þvermáli að minnsta kosti; efst
gerist á því tappi að breidd sem þvermál járnsins lcyf-
ir, og þykkt um l/8 þuml. Tappi sá fellur svo í til-
svarandi gat á kvarnarboltanum. Til að fyrirbyggja, að
niður með mönduljárninu fari mjöl eða marið korn (að
kvörnin leki) er fyrst, að laglegur járnhólkur sje vel
festur efst í gatinu á neðri steininum; eghefhaft þann
hólk 1—1J/a þuml. að brcidd. Þegar hólkur sá rýmist
af slitinu, er handliægt að hleypa innan í hann af gömlu
ljáblaði, er tekst vel, án þess að taka neitt sundur; ann-
að ráð til að afstýra lekanum cr, að mynda eins og
hól umhverfis gatið, annaðhvort af trje, sem vera má
í gati neðri steinsins, eða með leðurplötum, negldum nið-
ur kringum hólkinn. En svo að hóll þessi komist fyr-
ir undir boltanum, er þörf, að hann sje beygður um
miðju. Þetta hefur mjer bezt roynst gegn „lekan-
um“. Niður eptir má mönduljárnið slást fiatt eptir vild,
en neðst komi á það vinkilbeygja, og sje hornið vel
lagað. Neðst í hælinu undan miðju járninu, komi eins
og lögg, fyrir misbrýndan járnfleyg, er þar gengur þvert
um, undir hæl járnsins. Með þeim ficyg Ijcttist og þyng-
ist mylnan. Járnið hef eg látið ná að minnsta kosti 8
þuml. niður í trjeð, höggvið fyrir því utan frá, inn um
miðju þess, og látið vinkilinn liggja út eptir sporinu