Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 81
77
og fram í garðana. Við það sparast allinikið oriiði og
tímatöf, og að gefa heyið þannig fram í garðann í
„hneppum" getur verið allt eins nákvæmt og þá það
er mælt í meis (laup), ef ekki nákvæmara. Þetta fyr-
irkomulag cr því miklu betra og hentugra, en það, er
menn eiga að venjast á Suðurlandi. byrfti þá miklu
færri meisa, en nú á sjer stað, og sparaðist þá efni
þeirra, tilbúningur og viðhald erflðið og fyrirhöfnin að
troða í þá heyinu, bera þá á húsin opt langan veg í
misjafnri færð, og vondu veðri o. s. frv.
Þessir okostir á húsagerð, og fyrirkomulagi húsanna
á Suðurlandi, eru svo miklir, að það má heita frá-
gangssök að hirða skepnur í þeim, ef vaninn ekki gcrði
það þolanlegt. Erfiðið og fyrirhöfnin við fjárgeymsluna,
er svo mikil, að það gegnir furðu, hve lítið er hugsað
um, að ráða bót á því; það er eins og vinnukrapturinn
sje einkisverður, og einu gildi, hvernig menn þræli sjer
út. Hvcrnig sem voður er, verður að láta fjeð út, með-
an gefið er, hvort heldur er norðanhríð (bylur) með hörku-
frosti, cða sunnanvindur og lemjandi rigning, og gcta
allir sjeð, er um það hugsa, hvort slíkt muni ekki ó-
hollt fyrir kindurnar. Eg ætla ekki að fara lengra út
í þetta, en vona að eins að „jötukúsin“ hverfi innan
skamms úr sögunni.
Bezt er, að hlaðan rúmi nægilegt hey handa því
fjo, er liúsið tekur, er hún stendur við; þarf þá eigi að
bcra lieyið að annarsstaðar frá, sem ávallt er lakara.
Einfallt garðahús (ekki fleirstætt), þarf að vera fyrir
roskið fje 14—15 fet á breidd; hvor kró (armur) 5—6
fet, og garðinn 3 fet á brcidd. Handa lömbum nægir,
að hvor kró sje 4’/2—5 fct, og garðinn 2x/2—3 fet,
cða að húsið sje alls 12—13 fet á breidd. Til þess að
koma í veg fyrir allan raka og leka, þurfa garðahúsin