Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 178
174
hann gerir að járnið eigi snýst í trjenu í sporið fell-
ist svo trje, inn að járninu og nær því ofan að vinkil-
króknuui, og festist með 2 liprum járngjörðum, er ganga
niður á efri enda trjesins. Lengd möndultrjesins er auð-
vitað eigi bundin við það, sem áður er nefnt, en betra
er, að það eigi sje mjög stutt, því bæði er lakara, að
lágt sje frá vatnshjólinu upp að gólíi hússins, og svo
þarf að vera sú hæð upp undir kvarnarstokkinn, að inn
undir brún hans komist mjölhálftunna, eða annað slíkt
ílát fyrir mjölið að falla í. — Þótt stokkurinn um kvörn-
ina sje eigi kringlóttur, heldur ferhyrndur, sem vana-
lega á handkvörnum, er betra að mjölið geti fallið niður
um gat á botninum i ílát, þá er i stokknum vex, svo að
efri steinninn eigi vaði mjög í mjölinu. Spaði á kvörn-
inni, er sópi mjölinu frá, gerir, að hveitið rýkur meira
upp. — Kvarnarstokkinn hef eg stundum eigi haft á
fótum, heldur hef eg þá lagt fyrst 2 sterkar slár, er
höggvizt hafa saman sem í topp, og þannig hvílt báð-
ar á einni styttu við stafn hússins, er þar hefur staðið
á stöðuguui steini í hleðslunni kringum vatnshjólið; hinn
endi slánna géngur þaðan, sinn út að hvorum hliðvegg
framantil við þróna, og hvíla þar á öðrum styttum,
standandi á steinum; þvert ylir þossar slár má svo
leggja borðstúfa eða þess kyns styttri slár, er kvarn-
arstokkurinn fái hvílt á. Þetta hefur mjer reynzt vera
stöðugt og fara vcl. — Til að finna, að fiötur lcvarnar-
steinsins verði þvert móti stefnu möndulsins, þegar ver-
ið er að koma kvarnarstokknum með undirsteininum
fyrir, hefur mjer hugsazt það einfalda ráð, að smeygja
þunnri spýtu noðan á tappa möndulsins, og snúa hou-
um svo, sýnir þá spýtan, hvort llötur steiusins kemur
heim við möndulsstefnuna eins og vera þarf.
Þá ér nú að minnast á kornstokkinn. Til að halda