Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 14
10
föst og uppleyst. Hin föstu efni eru einkum aur,
icir, sandur og moldefni, sem vatnið rífur úr farvcgum
sínum þegar straumhraði þess er mikill; þau eru hrærð
saman við vatnið og gera það því ótært. Hin föstu cfni
koma jurtunum beinlínis og óbeinlínis að notum, þar eð
þau bæta jarðveginn og veita jurtunum næringu, cn til þess
þurfa þau að leysast upp og breytast meira eða minna.
Hin uppíeystu efni eru einkum ýms sölt, sem nauð-
synleg eru fyrir vöxt og viðgang jurtanna, og geta strax
komið þeim að notum, ef önnur skilyrði cru fyrir hendi.
t»ótt vatnið innihaldí mikið af uppleystum cfnum getur
það verið alveg tært, á sama hátt eins og þegar mat-
arsalt eða soda cr u]»pleyst í vatni; vatnið getur því stund-
um verið frjóvsamt þó það sje tært.
Vatnið tekur til sín frjóvefnin úr jarðvegi þeim,
eða jarðlögum, sem það hefir runnið eptir, og er það
því frjóvsamara, sem jarðvcgur sá er auðugri af jurta-
nærandi efnum. Þar sem lítill eða enginn jarðvegur er
í fjallshlíðunum verður vatnið frjóvefnasnautt og ljelegt
til vatnsveitinga, svo sem einatt á sjer stað um stuttar
þvcrár. Vatn úr lækjum, sem dregizt hcfur saman úr
flóum og mýrarsundum, er vanalega mjög ljclegt, og
inniheldur einatt skaðieg efnasambönd svo som járnsýr-
ing (Jærnoxydul), moldsýrur o. fl. Uppsprettuvatn get-
ur verið mjög mismunandi. og fer það allt eptir því, af
hvaða efnum þau jarðlög eru sainsett, er það heflr runn-
ið eptir, og hve auðleyst þau efni eru. Sjeu þau auð-
ug af kalki og kalí leysir vatnið efni þessi upp, og er
þá í sjálfu sjer frjóvsamt, en fyrst í stað er það allt
of kalt og þarf því að renna til, svo það lilýni og taki
i sig Lopt áður én það er hæfilcgt til vatnsvcitinga. En
J>ar. eð bérgtegundir lijer á landi eru víða mjög járn-
kenndar, þá er við að búast að uppsprettuvatnið geti