Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 89
85
skaða, en éigi er síður sorglegt að hugsa til þess, að
mikill fjöldi af þessu fjc skuli kveljast í fönninni svo
vikum skiptir. Þcgar því fje fennir eða fer niður í
hættur, er siðferðisleg skykla, að leggja allt kapp á að
leita að því, meðan nokkrar líkur eru til, að það geti
verið lifandi, þótt lcitirnar borgi sig eigi peningalega.
Hjer skal nú segja eina sögu, er óhætt mun að á-
líta sanna, er gefur miklar bendingar í þessu efni. Sag-
an er af Fannar-Höttu.
Ólafur1 hjet maður er bjó í Rauðhúsum í Eyja-
firði; hann átti á eina höttótta að lit, er honum þótti
mjög vænt um. Ærin var tvævctur, er saga þessi gerð-
ist, og hafði Ólafur eigi látið hana fá lamb á annan
vetur. Hatta var þvi að haustinu vcl feit og hin föngu-
legasta. Skömmu fyrir veturnætur fór Olafur þetta
sama kaust skreiðarferð út með sjó. Þegar hann lagði
á stað var tíð hin bezta, og var eigi farið að hýsa fje,
en það þó haft í heiinahögum. Stuttu áður en Ólafs
var von heim, kom norðan stórhríð með mikilli fann-
komu. Enginn karlmaður var þá hcirna í Rauðhúsum,
er leitað gæti fjárins. En cr Olafur kom hoim, fór hann
þegar að lcita að fjcnu, en fann fátt af því, og þóttist
liann þá vita, að það myndi flest í fönn komið. Lands-
lagi er þannig háttað, að skammt fyrir neðan bæinn
liggja sljettir melar, sem nefndir eru Melgerðismelar,
og er snarbrött brekka suður af þeim, sem i norðan-
hríðum leggur mikinn skafl í. Ólafur áleit að fjéð mundi
*) Ólftfur liessi var faðir Benedikta, föður Efemíu, mððnr Kon-
ráðs Gíslasonar. Dóttir Ólafs var Gnðrún, möðir Ólafs GuðmundB-
sonar í Hleiðargarði, en hans dóttir er Sigríður, kona Jóub Jðhann-
essonar í Hlciðargarði. en þeirra son er Hannes búfræðingur,
Bem hefur gofið mjer beztar upplýsingar viðvíkjandi þossum atburði,
On Ólafur afl haus o. íi. höfðu sagt honum söguna A oina leið.