Búnaðarrit - 01.01.1896, Blaðsíða 113
109
Þaö er þó eigi vert að leggja mjög þungan dóm á þetta,
því að löngum hefur það viljað brenna við, og svo mun
cnn vcra, að þeir fá eigi mestar þakkir og laun, er með
mestri einlægni vilja lækna meinsemdirnar og bera hag-
sæld landsins og hamingju þjóðarinnar fyrir brjósti.
Dugur og dáð fornaldarinnar var að mestu leyti
horfið, og eigi gat hjá því farið, að þetta yrði landinu
að miklu meini. Gróður landsins hlaut að spillast, svo
sem hver einstök jörð hlýtur að ganga úr sjer, ef ábú-
andinn er mjög duglítilll og framkvæmdarlaus. Það
getur eigi hjá því farið, að tún landsins og engjar haii
spillzt á þessum tímum, og mörg fjallshlíðin haíi hiau})ið
í skriður, og mörg græn grundin haíi orðið að gróður-
lausum aurum. Menn hlífðust nú eigi við fremur en
áður að eyðilcggja skógana og gera ýmisleg önnur jarð-
spell, en tún og engjar voru í miklu mciri vanhirðu en
áður, af því að dugnaður og manndómur var orðinn
miklu minni en áður. Landið hlýtur að hafa blásið all-
mikið upp á þessum tímum, enda eru til margir vitnis-
burðir, er sanna það greinilega.
Nú hefur landsfólkið fongið atvinnufrelsi, og persónu-
leg kúgun heptir eigi lengur athafnir manna og hugs-
anir. Kraptarnir eru cigi lengur bundnir, og því ættu
þeir nú að birtast að nýju. Hin forna hreysti ogharð-
fengi, þrek og dugur, ætti nú að birtast aptur í nýrri
mynd, það ætti að birtast sem mikill og máttugur krapt-
ur í þeim hlutum, er menn hyggja nú mest á, það ætti
að birtast sem mikill kraptur til að bæta hag manna
og atvinnuvegi. Dað cr og víst, að ýniisleg viðleitni
hefur vcrið höfð á síðari árum til að bæta atvinnuveg-
ina, on þó er það undarloga lítið, einkum að því, er
tekur til landbúnaðarins Nú á tímum leggja allar monnt-
aðar þjóðir nieira kapp á það eu uokkru siuni áður, að