Búnaðarrit - 01.01.1896, Síða 31
renirar út frá viðtökuskurðunum (flutningsskurðunum)
til beggja hliða.
Yerst er að koma flóðveitunni við, þar sem þýft
er, því þar verða sumir partar allt af þurrir, en á öðr-
um stöðum stendur vatnið alveg hreyfingarlaust, og er
þá hætt við að það valdi kulda, súr og roti. Þannig
löguð flóðveita hefir helzt verið viðhöfð hjer og gcrt
nokkurt gagn, en auðvitað mismunandi eptir jarðvegin-
um og vatninu. Vanalega er þó árangurinn af þessari
vatnsveitingu minni en þar, sem hægt er að koma við
uppistöðu, því einatt er jarðvegurinn verri og vatnið
Ijelegra og minna en það, sem brúkað er á stífluengi.
Af þessu cr svo sprottið, að menn almennt hafa minni
trú á flóðvcitu en uppistöðu.
Þar sem svo vel hagar til, að hægt er með lítilli
fyrirhöfn, að láta vatnið bera með sjer aur, leir og
sand, fyllir það með tímanum lautirnar, einkum ef stærstu
þúfnakollarnir eru teknir burtu, og er þá þegar fram
líða stundir meir og meir hægt að nálgast rjetta flóð-
veituaðferð. Enn fremur ætti að nota allt rof upp úr
skurðum og rennum til að jafna með því, þar sem það
verður notað til þess.
Sökum þess, hve lítið flóðveitan hciir verið tíðkuð
enn hjer á landi verða eigi gefnar neinar fastar roglur
um meðferð flóðveituengja. Eg vil þó sjerstaklega
benda á, hve mikilsvert er að nota vatnið á haustin,
einkum þegar vatnavextir eru af rigningum, því að lík-
indum er það aldrei frjóvsamara en þá. , Þar sem engj-
ar eru þurrar, verður samt að taka vatnið af áður en
frost koma. Á votengjum, sem eigi verða þurkuð, og
eigi verður komið við reglulegri flóðveitu, hefir aptur á
móti geíizt bezt, að láta vatnið flæða yfir og bólgna
upp að vetrinum, en nægilegt vatn þarf að flæða yfir