Búnaðarrit - 01.01.1896, Page 33
29
ingin einungis til þess að vökva, og skiptir því nijög
litlu um frjóvsemi vatnsins. En of mikil vatnsveiting
er kjer því einungis skaðleg, því þó kægt sje með miklu
vatni að neyða jarðveginn til að gefa af sjer mikið
gras í svipinn, kemur þó að því innan skamms, að
sprcttan rýrnar mjög mikið; kinar betri fóðurjurtir eiga
eríitt með að draga fram lífið, grasið verður gisið, en
mosi og fieiri votlendisjurtir fara að vaxa. Þetta er
sökum þess, að vatnið kefur leyst næstum öll leysanleg
efni úr jarðveginum oins og áður er tekið fram. Þegar
þannig er búið að útpína jörðina, er miklum erfiðleik-
um bundið að koma kenni í góða rækt aptur, og þarf
til þess langan tíma og rnikinn og góðan áburð. Eins
og gefur að skilja verður að kætta vatnsveitingunni á
meðan, eða að minnsta kosti að takmarka kana mjög
mikið.
Rjett er að byrja eigi vatnsvoitinguna fyr on farið
er að hlýna í tíðinni; en það er sökum þess, að þar sem
vatnsveitingin er byrjuð, fer strax að koma nýgræðing-
ur, cn hann er mjög viðkvæmur og komi kuldar á ept-
ir, er mjög kætt við, að kann kulni út, kemur þá kyrk-
ingur í rótarstokkinn, sem þeir búa að allt vorið. Ekki
verður komið í veg fyrir þetta, nema kægt sje að veita
miklu vatni yfir og láta það liggja ytír þar til klýnar;
cn það er hvorttveggja að óvíða mun ráð á svo miklu
vatni, enda skemmir svo mikil vatnsveiting jarðveginn
að öðru leyti, eins og þegar er búið að taka fram.
Betra er að vökva sjaldnar en nokkuð mikið í kvert
skipti, svo jarðvegurinn blotni að minnsta kosti fct nið-
ur; nægilegt mun að gera það tvisvar í viku, þó all-
miklir þurkar gangi. Ef vatnið er nægilega mikið,
þarf það eigi að renna yfir nema nokkra tíma til þcss
að vökva hæfilega, en þó er það mismunandi eptir jarð-