Búnaðarrit - 01.01.1896, Qupperneq 39
35
og önnur þau mörk, scm hægc cr að marka hreint. En
þegar kemur til soramarkanna, tekur ekki hetra við.
Það er ljótt að sjá, hvcrnig eyru á soramörkuðum kind-
um eru moira og minna söxuð í sundur, og opt alger-
lega skorin burt; cr þá rótin með ýmislegum stöllum og
sepum, sem eiga að tákna eitthvért mark, en hlustin er
opin og varnarlaus fyrir áhrifum af vindi, regni ogsnjó;
líður skepnan við það þraut og þjáningu, sem eðlilega
verkar á 'vöxt og viðgang hennar. Soramerkingar
ættu og mættu allopt teljast með illri meðferð á skepn-
um, en auk þess valda þær þráfalt villu og vafa og
röngum fjárdrætti, en þar af leiðir hrakning og skemmd
á skepnum, og stundum algerða töpun fyrir eiganda.
Þetta og þvílíkt er opt viðkvæðið um soramarkaðar kindur:
„Það er líkast til, að hann Sveinn eigi þennan sauð, hann
á svo marga soramarkaða undan ýmsum mörkum“. Það
er því líklegt, að borið hafi við, og geti borið við, að
menn vorði ranglega eigendur að soramörkuðum kind-
um, án vilja síns og vitundar, ef ráðvandir eru. Um
aðra er hjer eigi talað.
Um hornaniörk er hið sama að segja og eyrnamörk-
in, að j)au eru opt óljós og illa mörkuð, og valda þvi
sömu villunni.
Brennimörk oru opt klaufalega sett á horn kinda;
ýmist er of djúpt eða of grunnt brennt. Sumir brenna
á hornið, þar sem slóg er undir, sem aldrei ætti að gera.
Opt er brennijárnið of heitt, svo stykkin milli stafanna
kolbrenna og detta þá burt.
Þeir, sem kannast við að þetta framansagða sje
satt og rjett, og að þörf sje á að ráða bót á því, munu
spyrja, hvernig það mcgi verða með hægu móti.
Það er með þetta sem íiest annað, að hægara er
að sjá gallana heldur en ráða bót á þeim, og eins þótt
3*