Búnaðarrit - 01.01.1896, Qupperneq 46
42
rjett eptir annari reglu en þeirri einu, sem geíin er í
sveitarstjórnartilskipuninni, og lilyti því kostnaöur við
prentun markaskrár að greiðast úr sýslusjóði.
Hvernig eru fjárrjettirnar og tilhögun í þeim?
Fjárrjcttir hafa fengið mikla umbót á þessari öld.
Hinar gömlu rjettir, scm voru í klettaskorum, hraungjót-
um eða undir klettum við ár og vötn, þar sem minnsta
þurfti fyrirhleðslu, hafa verið lagðar niður, en aörar
byggðar aptur á hentugri stöðum og í betra formi. Þar
á móti hefur tilhögun og regla við rjettir eigi tekiö
framförum að sama skapi. Það var stöðug regla við
hinar stærri rjottir til forna, allt fram á miðja þcssa
öld, að byrjað var rjetta svo snemma dags, sem markljóst
var; nú er þetta orðið á annan veg, nokkuð líkt og meö
aðra mannfundi., að störf þeirra cru byrjuð um eða ept-
ir miðjan dag. Við sumar rjettir cr cklci nægilegt dilk-
rúm fyrir allt það fje, sem að þeim er safnað. Enn er
það, að marka-glöggleik manna, minni og þekkingu hef-
ur farið stórum aptur á næstliðnum áratugum, sem að
líkindum stafar af vaxandi markafjölda; má og vera að
menn leggi minni alúð á að muna mörkin síðan hinar
prcntuðu markaskrár urðu svo að segja í hvers manns
hendi. Af öllu þossu og ýmsu fleiru lciðir, að cinn dag-
ur eudist ekki til að kanna og draga allt það fje, sem
safnað er að binum stærri rjettum, verður því að svelta
það í fieiri daga og nætur í rjettinni og cyða meiri tíma
en vera skyldi, til að kanna það og koma því til eig-
endanna; jiess eru dæmi, að ár optir hafa íleiri þúsundir
fjár verið ókannaðar við rjett, að kvöldi hins fyrsta
rjettardags í blíðasta veöri; þetta fje hafa svo fáir mcnn
átt að kanna næsta dag; jiykir þá ganga allvel, cf að
kvöldi þess dags eru eptir færri hundruð en þúsundir
voru hinn fyrra dag, og þetta fje heitir svo úrtíuingur.